Smásöluvísitala: desember 2016
Fast verðlag; 12 mán breyting
+4,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna desember 2016
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
16.1 2017

Nærri lætur að erlend greiðslukortavelta hafi verið fjórðungur heildarveltu greiðslukorta hérlendis árið 2016 en öll velta greiðslukorta á Íslandi á árinu 2016 nam 1.006 milljörðum. Af þeirri upphæð var velta innlendra korta 773 milljarðar og velta erlendra korta 232 milljarðar.

Í desember nam erlend greiðslukortavelta 14,9 milljörðum króna samanborið við 9,4 milljarða í desember 2015.

 

Talnagögn...

 

13.1 2017

Í takt við aukinn kaupmátt og vöxt í einkaneyslu jókst verslun í desember eins og við var að búast. Neyslumynstrið í jólaversluninni hefur samt breyst nokkuð og fer hún fyrr af stað en áður. Þannig var hærra hlutfall jólaverslunar sem fór fram í nóvember en áður hefur sést. Líklega hefur Black Friday og aðrir söluhvetjandi viðburðir í nóvember áhrif á þessa þróun.

 

Sjá alla tilkynninguna..

 

Talnagögn...

 

19.12 2016

Í nóvember nam erlend greiðslukortavelta 15,3 milljörðum króna en það er 67% aukning frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt um 217 milljarða með kortum sínum samanborið við 145 milljarða á sama tímabili í fyrra. Greiðslukortavelta fyrstu ellefu mánuði ársins er því um helmingi meiri en á sama tímabili í fyrra og 41% meiri en allt árið 2015. Nóvember er jafnan rólegur mánuður í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta undangengins nóvembermánaðar var svipuð og í júlí 2013.

15.12 2016

 

Jólaverslunin í nóvember hófst með miklum krafti eins og sjá má af veltutölum verslana fyrir mánuðinn. Black Friday virðist hafa haft hvetjandi áhrif á verslun. Þannig jókst sala á stórum raf- og heimilistækjum um fjórðung frá sama mánuði í fyrra og aukning í sölu minni raftækja, eins og sjónvörpum, um 15%. Húsgagnaverslun var einnig blómleg í mánuðinum, eins og verið hefur það sem af er árinu. Sala á húsgögnum var 17,3% meiri í nóvember sl. en fyrir ári.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

 

 

Talnaefni...

 

 

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.