Smásöluvísitala: Júlí 2014
Fast verðlag; 12 mán breyting
+ 3,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna júlí 2014
12 mán breyting
0
0
0

Rannsóknaskýrslur

 
 

0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
2.9 2014

Tekin hefur verið saman skýrsla um árangur af sameiningu tveggja háskóla í Svíþjóð;  Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla. Tilgangur skýrslunnar er að draga lærdóm af reynslu annarra þjóða af sameiningu háskóla, sem hægt er að yfirfæra á íslenskar aðstæður. Höfundur skýrslunnar er Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar. Hann hefur kynnt niðurstöður bæði fyrir stjórnendum Háskólans á Bifröst og fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 

Sjá  skýrsluna…

 

26.8 2014

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í júlí var 18,3 milljarðar kr. Eftir því sem næst verður komist hefur erlend kortavelta aldrei verið meiri í einum mánuði. Í Sama mánuði í fyrra var erlend kortavelta næstum 15,4 milljarðar kr. og jókst því um 19% á milli ára.

 

Öll tilkynningin...

 

Talnaefni - erlend kortavelta...

18.8 2014

Gefin hefur verið út Árbók verslunarinnar 2014. Í henni eru teknar saman upplýsingar um hagræna og lýðfræðilega þróun sem snýr að verslun 2013 og árin þar á undan. Þetta er í áttunda árið sem Árbók verslunarinnar er gefin út í samstarfi við Kaupmannasamtök Íslands. Þó grunnurinn sé sá sami og áður hefur heldur meiri áhersla verið lögð á verslun og viðskipti sem snúa að ferðaþjónustu að þessu sinni. Ætla má að sú áherslubreyting haldi áfram þar sem Rannsóknasetur verslunarinnar aflar sífellt meiri gagna um þróun í ferðaþjónustu.

 

12.8 2014

Veltutölur verslunar í júlí sýna enn hraðari vöxt en áður og verð á sumum vöruflokkum lækkar á meðan það hækkar aðeins lítillega í öðrum. Þannig lækkaði til dæmis verð á dagvöru, fötum og raftækjum í júlí og hækkaði aðeins um 0,5% á húsgögnum frá sama mánuði í fyrra.

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.