Smásöluvísitala: apríl 2015
Fast verðlag; 12 mán breyting
- 4,0%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna apríl 2015
12 mán breyting
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
21.5 2015

Erlendir ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum 9,3 milljarða króna í apríl sem er 39,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Líkt og undanfarna mánuði var hæsti útgjaldaliðurinn greiðslur til innlendra ferðaskipuleggjenda vegna ferða um landið. Fyrir slíkar ferðir greiddu ferðamenn 2,5 milljarða króna í mánuðinum sem er 113% hærri upphæð en í apríl í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna gistingar um 37% á milli ára. Erlend kortavelta í íslenskum verslunum nam 1,2 milljarði króna í apríl sem er 14% vöxtur frá sama mánuði í fyrra. Mestur vöxtur erlendrar kortaveltu í verslunum var í gjafa- og minjagripaverslunum, eða sem nam 43%.

Athygli vekur að í apríl var 15,3% hærri greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins heldur en í apríl fyrir ári síðan, ef miðað er við fjölda ferðamanna samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð.  

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnaefni...

18.5 2015

Velta skóverslunar jókst um 6,1% í apríl á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og jókst um 6,2% á breytilegu verðlagi. Í tilkynningu RSV sem birt var í síðustu viku segir ranglega að veltan hafi minnkað um þessar sömu hlutfallstölur.

Taflan sem fylgir fréttinni ásamt öðru talnaefni er allt rétt.

 

15.5 2015

Heldur hægði á þeim vexti sem verið hefur í sölu smásöluverslana undanfarna mánuði í apríl síðastliðnum. Þannig dróst velta dagvöruverslana saman um 4,0% að raunvirði og 1,8% samdráttur var í sölu á byggingavörum. Enn var þó vöxtur í raftækjaverslun sem nam 14,4% að raunvirði frá sama mánuði í fyrra og húsgagnasala var 8,7% meiri en í apríl í fyrra að raungildi. Þá jókst sala á áfengi um 5,1%.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnagögn...

 

22.4 2015

Sprenging hefur orðið í þeirri tegund ferðaþjónustu sem býður skipulegar skoðunarferðir og er hún orðin stærsti einstaki útgjaldaliður erlendrar kortaveltu hér á landi. Meðal slíkra ferða eru náttúruskoðunarferðir, hvalaskoðun, jöklaferðir og aðrar ferðir undir leiðsögn fararstjóra. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í þessum útgjaldalið í mars var næstum 2,5 milljarðar kr. sem er 90% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnaefni...

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.