Smásöluvísitala: Október 2014
Fast verðlag; 12 mán breyting
+ 4,2%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna september 2014
12 mán breyting
0
0
0

Rannsóknaskýrslur

 
 

0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
14.11 2014

Í október var áframhaldandi vöxtur í sérvöruverslun og töluvert umfram vöxt í dagvöruverslun. Stór raftæki og farsímar skera sig nokkuð úr í söluaukningu. Aukning í sölu farsíma nam 38% og endurspeglar líklega að sala á nýrri útgáfu snjallsíma hófst. Raftæki og símar halda áfram að lækka í verði. Sem dæmi má nefna að verð á stórum raftækjum var 5,7% lægra í október síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, verð á minni raftækjum lækkaði um 7,9% og verð á farsímum lækkaði um 7,5% samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnaefni...

 

12.11 2014

Rannsóknaseturs verslunarinnar áætlar að jólaverslun aukist um 4,2% frá síðasta ári. Ef leiðrétt er fyrir verðhækkunum á tímabilinu nemur aukningin 4,0% að magni til.  Samkvæmt þessu má ætla að hver landsmaður verji að meðaltali um 45.00 krónum til kaupa á vörum fyrir jólin umfram verslun aðra mánuði ársins.

 

 

Sjá skýrsluna...

12.11 2014

Það er mat sérskipaðrar valnefndarinnar að jólagjöfin í ár sé „Nytjalist“. Í röksemdum segir að það sé tímanna tákn að neytendur hafi bæði hagkvæmni og gæði að leiðarljósi við innkaup. Þá segir að krafa sé um það að „hönnun sameini notagildi og fagurfræði enda sé það alkunna að kaffi bragðist betur ef það er borið fram í fallegum bolla.“

11.11 2014

Dagana 5. og 6. nóvember síðastliðinn var haldin í Stokkhólmi ráðstefnan Nordic Retail and Wholesale Conference. Þar voru kynntar um 70 rannsóknir sem allar tengjast smásöluverslun á einn eða annan hátt. Fjallað var um rannsóknir allt frá neysluhegðun til flutningafræði, netverslunar og umhverfismála, svo nokkuð sé nefnt. Hægt er að skoða útdrætti (abstracts) úr kynningunum hér…

 

 

 

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.