Smásöluvísitala: október 2016
Fast verðlag; 12 mán breyting
+4,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna september 2016
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
16.11 2016

Velta í fata- og skóverslun dróst saman í október síðastliðnum í frá sama mánuði í fyrra þó svo að verð á fötum hafi verið 5,9% lægra en fyrir ári.  Ef borin er saman velta í fataverslun síðustu þrjá mánuði við sömu þrjá mánuði í fyrra sést að nánast engin breyting var á veltunni á milli ára. Vert er að minnast þess að um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fötum sem hvati til aukinnar sölu á fötum hér innanlands. Þannig var ætlunin að sporna gegn þeirri þróun að Íslendingar sem ferðist til annarra landa kaupi í miklu magni föt í útlöndum og fataverslunin flyttist heim í staðinn.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

 

 

Talnagögn...

 

8.11 2016

Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3% frá síðasta ári og að velta í smásöluverslun verði um 85 milljarðar kr. án virðisaukaskatts í nóvember og desember. Þetta er mesti vöxtur í jólaverslun á milli ára frá bankahruninu. Rannsóknaseturs verslunarinnar birtir hér spá um jólaverslunina þar sem þetta kemur fram.

 

Af spánni má draga þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 kr. til innkaupa í nóvember og desember, sem rekja má til árstímans. Í fyrra nam þessi upphæð 49.156. Vöxturinn á milli ára er því 9,5%. Tekið skal fram að mannfjöldi eykst um 1,1% á þessu tímabili samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar.

 

Nánar um jólaverslunina…

20.10 2016

Á opnum kynningarfundi, sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir, vitnuðu þátttakendur í starfsþjálfaverkefninu TTRAIN um aukna starfsánægju og sterkara tengslanet. TTRAIN er evrópskt samstarfsverkefni um þróun á kennsluaðferðum fyrir starfsþjálfa innan ferðaþjónustufyrirtækja. Rannsóknasetur verslunarinnar stýrir verkefninu í samstarfi við Háskólann á Bifröst, SAF og aðila í Finnlandi, Austurríki og á Ítalíu. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun ESB.

 

Sjá nánar um fundinn…..

 

Nánar um TTRAIN...

 

13.10 2016

Mikil veltuaukning í smásöluverslun í síðasta mánuði sýnir greinileg merki um kaupmáttaraukningu frá sama mánuði í fyrra. Í sumum vöruflokkum jókst veltan um fjórðung frá því í fyrra, má þar nefna húsgögn, byggingavöru og snjallsíma. Matur og drykkur var heldur ekki skorinn við nögl því velta dagvöruverslana var 9,1% meiri en í september í fyrra og velta áfengisverslana var 30% meiri en í sama mánuði í fyrra.

 

Við samanburð á veltu áfengis milli ára þarf að hafa í huga kerfisbreytingar sem urðu um síðustu áramót á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi sem skekkir samanburð þegar horft er að vöxt án virðisaukaskatts. Engu að síður jókst sala áfengis í september, í lítrum talið, um 15,7% á milli ára.

 

Kippur varð í fataverslun í september, sem var 8,3% meiri en í september í fyrra. Að magni til jókst sala á fötum 14,8%. Magnaukningin orsakast af því að verð á fötum var 5,7% lægra en í samanburðarmánuðinum í fyrra. Þetta skýrist væntanlega aðallega af afnámi tolla á föt um síðustu áramót.

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.