Smásöluvísitala: apríl 2020
Breytilegt verðlag; 12 mán breyting
+9,3%
Byggingavörur
Smásöluvísitala
0
Greiðslumiðlun apríl 2020
12 mán breyting
*Undanskilinn er flokkurinn Ýmis önnur þjónusta, þ.m.t. farþegaflutningar
0
0
0
0
0
0
0
Fréttir
26.5 2020

Það fór líklega ekki framhjá mörgum þegar strangasta hluta samkomubannsins var aflétt þann 4. maí síðastliðinn. Afléttingin náði til ýmissa þjónustugreina sem höfðu þurft að leggja niður starfsemi vikurnar á undan. Þannig máttu, svo dæmi séu nefnd hárgreiðslustofur, snyrtistofur, tannlæknastofur, sjúkraþjálfarar og nuddarar opna dyr sínar á nýjan leik. Þegar rýnt er í innlenda kortaveltu eftir dögum má sjá að landsmenn tóku opnunum fagnandi enda margir voru orðnir áfjáðir í að komast á nýjan leik í klippingu, sjúkraþjálfun og álíka.

 

Tilkynningin í heild

18.5 2020

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum innanlands nam 34,7 ma. kr. í apríl og jókst um 11% samanborið við apríl í fyrra.  Verslun á netinu tók stórt stökk í aprílmánuði, jókst um 260% á milli ára og var 9% af heildarverslun Íslendinga í mánuðinum. Á sama tíma dróst erlend kortavelta saman um 93%. Frekari upplýsingar má finna í hlekknum hér að neðan.

 

Tilkynningin í heild

 

Talnaefni innlend greiðslumiðlun

Talnaefni erlend kortavelta eftir útgjaldaliðum

Talnaefni erlend kortavelta eftir þjóðerni

 

 

11.5 2020

Gögn vegna smásöluvísitölu í apríl mánuði hafa nú verið birt.

 

Í gögnunum má meðal annars sjá að velta húsgagna jókst um 2,4% milli ára á föstu verðlagi. Velta á milli mánaða dróst þó saman um 7,8% á milli mánaða í sama flokki, á föstuverðlagi. Velta byggingavoru jókst um 9,3% milli ára á breytilegu verðlagi en um 6,6% á föstu verðlagi.

Velta áfengis í apríl mánuði var þá 2,4% hærra á föstu verðlagi samanborið við apríl í fyrra.

 

Þessar upplýsingar og fleiri má finna hér.

 

1.5 2020

Erlend netverslun Íslendinga, líkt og hún kemur fram í tollskráningu, dróst saman um 18% milli ára í mars og nam 195,3 milljónum að tollvirði í mánuðinum. Tollverð er verðmæti sendinga án skatta og gjalda. Netverslun frá Kína dróst mest saman í mars og minnkaði um meira en helming, fór úr 38,9 mkr. í mars 2019 niður í 19,2 mkr. í mars sl. Mikill samdráttur í netverslun frá Kína kemur ekki á óvart enda fór veirufaraldurinn fyrst af stað þar. Þá dróst netverslun frá Bandaríkjunum saman um 35% á milli ára, nam í 29,4 milljónum mars síðastliðnum en 45,5 milljónum í mars 2019. Minnst breyting var á netverslun frá Bretlandi en tollverð jókst um 1% í mars frá sama mánuði í fyrra.

 

Tilkynningin í heild 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.