Smásöluvísitala: júní 2015
Fast verðlag; 12 mán breyting
- 1,0%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2015
12 mán breyting
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
17.7 2015
Í júní vörðu erlendir ferðamenn mestu til kaupa á ýmsum skipulögðum ferðum, svo sem hvalaskoðunarferðum, jöklaferðum og öðrum náttúruskoðunar- og ævintýraferðum. Fjöldi ferðamanna í júní nam rúmum 137 þúsundum samkvæmt talningu Ferðamálastofu og vörðu þeir alls 3,8 milljörðum króna í slíkar ferðir. Það gerir um 28 þúsund krónur á hvern ferðamann. Algengt er að verð fyrir náttúruskoðunar- og ævintýraferðir séu á bilinu 8 – 20 þúsund krónur og má því áætla að meðal ferðamaðurinn fari í 2-3 slíkar ferðir á meðan á dvölinni stendur. Útgjöld til þessa flokks hafa aukist nokkuð umfram útgjöld til annarra flokka undanfarin ár. Það sem af er ári hefur fjórðungur ferðamannaveltu verið vegna kaupa á ýmiskonar ferðaþjónustu en var til samanburðar um 19% veltunnar fyrstu sex mánuði síðasta árs, 15% árið 2013 og 14% árið 2012
15.7 2015

Verslun með byggingavörur tók nokkuð við sér í júní en vöxtur í byggingavöruverslun á fyrri hluta ársins 2015 hefur að öðru leyti verið nokkuð minni en það sem ætla hefði mátt af annars kraftmiklu efnahagslífi undanfarin misseri. Var vöxturinn í júní 9,5% frá fyrra ári en vöxtur í byggingavöruverslun fyrstu sex mánuði ársins var 2,4% frá fyrra ári. Verðlag byggingavara lækkaði um 1,8% frá júní í fyrra og kemur þar til lækkun VSK og niðurfelling vörugjalda um áramótin.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá talnagögn...

 

 

 

26.6 2015

Rannsóknasetur verslunarinnar stýrir evrópsku samstarfsverkefni sem miðar að því að koma á laggirnar námi fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustufyrirtækjum. Um er að ræða framhald af öðru evrópsku fræðsluverkefni sem tengist þróun náms fyrir starfsþjálfa í verslunum og er undir stjórn Rannsóknasetursins.

 

Erasmus+, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins, hefur veitt verkefninu styrk sem nemur alls um 36 millj. kr. sem skiptist milli þátttakenda eftir vinnuframlagi þeirra. Í verkefninu taka þátt, auk Rannsóknaseturs verslunarinnar og Háskólans á Bifröst, Samtök ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum frá Sikiley á Ítalíu, Vínarborg í Austurríki og Kajaani í Finnlandi.

 

19.6 2015

Hvalaskoðun, jöklaferðir og náttúruskoðunarferðir verða sífellt vinsælli meðal þeirra fjölmörgu erlendu ferðamanna sem hingað koma. Þeir 91 þúsund erlendu ferðamenn sem komu til landsins í maí síðastliðnum greiddu íslenskum ferðaskipuleggjendum alls 3,2 milljarða kr. með greiðslukortum og jókst velta í þessari tegund ferðaþjónustu um 92% frá maí í fyrra. Þetta er meðal þess sem má greina úr upplýsingum um greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum.

 

Öll tilkynningin...

 

Sjá talnagögn...

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.