Kynning á rannsóknasetri verslunarinnar

SÆKJA

Smásöluvísitala: apríl 2017
Fast verðlag; 12 mán breyting
+12,6%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna apríl 2017
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
23.5 2017

Í apríl nam erlend greiðslukortavelta 18,6 milljörðum króna samanborið við 14,6 milljarða í sama mánuði í fyrra en um er að ræða 27,7% vöxt á tímabilinu. Þó ríflega fjórðungs vöxtur sé vissulega töluverð aukning virðist þó nokkuð vera að draga úr þeim mikla hlutfallsvexti sem hefur verið á kortaveltu ferðamanna undanfarin misseri. Vöxtur síðustu þriggja mánaða (febrúar til apríl) frá sama tímabili í fyrra hefur verið 29% en að meðaltali var árlegur hlutfallsvöxtur síðustu 12 mánuði þar á undan 52%. Vöxturinn í apríl er einnig minni í krónum talið en frá apríl 2016 jókst kortaveltan um 4 milljarða samanborið við 5,3 milljarða í apríl í fyrra.

16.5 2017

Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Guðrún er eigandi verslunarinnar Kokku og hefur setið í stjórn RSV frá 2013 fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Fráfarandi formaður er Ólafía B. Rafnsdóttir fyrrverandi formaður VR.

 

Aðrir í stjórn RSV eru Harpa Theodórsdóttir fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst og Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.

 

 

 

15.5 2017

Velta dagvöruverslana í apríl jókst um 9,3% að nafnvirði frá sama mánuði í fyrra og um 12,6% að raunvirði. Skýringuna á þessari aukningu má að mestu rekja til þess að páskarnir voru í apríl síðastliðnum en ekki í samanburðarmánuðinum í fyrra - heldur í mars. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessum árstíðamun nemur veltuaukningin að raunvirði um 6,9%. Verð á dagvöru er nú 2,9% lægra en fyrir ári samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar og fer lækkandi milli mánaða.

 

Öll tilkynningin...

 

Talnaefni...

 

 

 

10.4 2017

Aukin umsvif í byggingaframkvæmdum komu greinilega fram í sölutölum byggingavöruverslana í marsmánuði. Þetta á bæði við um almennar byggingavörur svo og sérhæfðar verslanir sem selja gólfefni. Sömuleiðis var umtalsverð veltuaukning hjá húsgagnaverslunum og verslunum sem selja stór heimilistæki.  

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnagögn...

 

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík,
Sími: 5333530.

GSM: 8684341 eða 8221203.

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.