Smásöluvísitala: Júlí 2014
Fast verðlag; 12 mán breyting
+ 3,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna júlí 2014
12 mán breyting
0
0
0

Rannsóknaskýrslur

 
 

0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
26.8 2014

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í júlí var 18,3 milljarðar kr. Eftir því sem næst verður komist hefur erlend kortavelta aldrei verið meiri í einum mánuði. Í Sama mánuði í fyrra var erlend kortavelta næstum 15,4 milljarðar kr. og jókst því um 19% á milli ára.

 

Öll tilkynningin...

 

Talnaefni - erlend kortavelta...

18.8 2014

Gefin hefur verið út Árbók verslunarinnar 2014. Í henni eru teknar saman upplýsingar um hagræna og lýðfræðilega þróun sem snýr að verslun 2013 og árin þar á undan. Þetta er í áttunda árið sem Árbók verslunarinnar er gefin út í samstarfi við Kaupmannasamtök Íslands. Þó grunnurinn sé sá sami og áður hefur heldur meiri áhersla verið lögð á verslun og viðskipti sem snúa að ferðaþjónustu að þessu sinni. Ætla má að sú áherslubreyting haldi áfram þar sem Rannsóknasetur verslunarinnar aflar sífellt meiri gagna um þróun í ferðaþjónustu.

 

12.8 2014

Veltutölur verslunar í júlí sýna enn hraðari vöxt en áður og verð á sumum vöruflokkum lækkar á meðan það hækkar aðeins lítillega í öðrum. Þannig lækkaði til dæmis verð á dagvöru, fötum og raftækjum í júlí og hækkaði aðeins um 0,5% á húsgögnum frá sama mánuði í fyrra.

 

29.7 2014

Enn eru slegin met í kortaveltu erlendra ferðamanna. Í júní síðastliðnum greiddu erlendir ferðamenn fjórðungi meira með kortum sínum hér á landi en í júní í fyrra.

 

Mest aukning var í ýmsum skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun, ferðum með leiðsögn og öðrum tegundum pakkaferða. Í þeim flokki var 64% aukning og greiddu ferðamenn með kortum sínum 2,5 milljarða í júní. Þá eru ekki meðtaldar greiðslur með reiðufé eða það sem greitt hefur verið gegnum milliliði áður en til Íslands var komið.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Sjá talnaefni...

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.