Smásöluvísitala: mars 2016
Fast verðlag; 12 mán breyting
+8,9%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna mars 2016
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
20.4 2016

Erlend greiðslukortavelta í mars síðastliðnum nam tæpum 15 milljörðum króna samanborið við 9,7 milljarða í mars 2015. Um er að ræða 55% aukningu á milli ára. Sé litið á fyrsta ársfjórðung í heild nam kortavelta erlendra ferðamanna um 40 milljörðum króna, það gerir 61% aukningu á milli ára en kortaveltan var 24,7 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi árið 2015. Kortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins í mars jókst um rúmlega 12% miðað við sama mánuð í fyrra.

 

14.4 2016

Kaupgleði landsmanna var mikil í mars og velta í stærstu flokkum Smásöluvísitölunnar með mesta móti miðað við árstíma.Sem dæmi var dagvöruverslun 10,8% meiri í mars en í sama mánuði í fyrra, byggingavöruverslun 28% meiri og einnig var áfengis- og húsgagnaverslun lífleg.

 

Tilkynningin í heild

Talnagögn

18.3 2016

Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Veltan á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins í febrúar jókst um 17% miðað við sama mánuð í fyrra.

 

Erlend kortavelta í febrúar jókst í öllum útgjaldaliðum. Mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174% samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum. Febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári.

 

Tilkynningin í heild

Talnagögn

16.3 2016

Velta í byggingavöruverslun var 16,7% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra eða rúmlega 20% meiri á föstu verðlagi. Vetrarmánuðirnir eru jafnan rólegir í byggingavöruverslun en veltan í febrúar var sambærileg veltu aprílmánaðar undanfarin tvö ár á föstu verðlagi. Má því segja að vorið í byggingavöruverslun komi nú tveimur mánuðum á undan áætlun. Verð byggingavara var nokkuð lægra í liðnum mánuði en í febrúar í fyrra og hafa sem dæmi verkfæri lækkað í verði um ríflega 7% frá fyrra ári en efni til viðhalds hækkað um tæpt prósent.

 

Tilkynningin í heild

Talnagögn

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.