Smásöluvísitala: September 2014
Fast verðlag; 12 mán breyting
+ 3,1%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna ágúst 2014
12 mán breyting
0
0
0

Rannsóknaskýrslur

 
 

0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
15.10 2014

Veltutölur verslunar í september sýna áframhaldandi aukna sölu varanlegra neysluvara samanborið við sama tíma í fyrra. Sem dæmi eykst sala raftækja um 24% frá fyrra ári, og flokkar byggingavara og húsgagna vaxa hvor um sig um 15% frá sama mánuði árið 2013 mælt á föstu verðlagi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnaefni...

 

8.10 2014

Undirbúningur er hafinn að námi fyrir leiðbeinendur í verslunum sem fara með verklega kennslu. Með því er ætlunin að leysa úr brýnni þörf fyrir viðurkennda þjálfun starfsmanna í verslunum sem hingað til hefur ekki verið til. Nú stendur yfir tilraunanámskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í verslunum Samkaupa. Þróun námsins fer fram í samstarfi við evrópska samstarfsaðila og verkefnið er styrkt af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun ESB. Ætlunin er að námið verði í framtíðinni viðbót við Diplómanám í verslunarstjórnun sem kennt hefur verið við Háskólann á Bifröst um tíu ára skeið. 

 

Sjá nánar...

8.10 2014

Nú nálgast jólin óðfluga og við hjá Rannsóknasetri verslunarinnar erum strax farin að hlakka til og hefja jólaundirbúninginn. En jólin er ekki bara kramarhús og kandís. Hjá okkur er hefð fyrir því að gefa út spárit um jólaverslunina auk þess sem þau reyna að spá fyrir um "jólagjöf ársins".

 

Hver heldur þú að verði jólagjöfin í ár?

 

Sendu okkur tillögu þína hér...

 

26.9 2014

Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 17 milljarðar króna í ágúst sem er 2,7 milljörðum króna meira en í sama mánuði í fyrra og sú næst mesta sem orðið hefur í einum mánuði. Aðeins í júlí síðastliðnum var þessi upphæð hærri. Á síðustu 12 mánuðum hefur erlend greiðslukortavelta aukist um 19,3%.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnaefni. Erlend kortavelta eftir útgjaldaliðum...

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.