Smásöluvísitala: mars 2015
Fast verðlag; 12 mán breyting
+ 0,8%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna mars 2015
12 mán breyting
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
22.4 2015

Sprenging hefur orðið í þeirri tegund ferðaþjónustu sem býður skipulegar skoðunarferðir og er hún orðin stærsti einstaki útgjaldaliður erlendrar kortaveltu hér á landi. Meðal slíkra ferða eru náttúruskoðunarferðir, hvalaskoðun, jöklaferðir og aðrar ferðir undir leiðsögn fararstjóra. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í þessum útgjaldalið í mars var næstum 2,5 milljarðar kr. sem er 90% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnaefni...

16.4 2015

Landsmenn endurnýja hjá sér húsgögn og heimilistæki sem aldrei fyrr. Í mars var sala á húsgögnum rúmlega fjórðungi meiri en í sama mánuði í fyrra. Sala á raftækjum jókst um næstum 40% frá mars í fyrra. Mest aukning var í sölu minni raftækja, svokallaðra brúnna raftækja um 59% og í sölu snjallsíma um 52%.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Sjá talnaefni...

 

 

14.4 2015

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur birt niðurstöður úr rannsókn á áhrifum sykurskatts sem innleiddur var 1. mars 2013 og afnuminn 1. janúar síðastliðinn. Markmið sykurskattsins var að draga úr sykurneyslu og auka tekjur ríkisins. Í rannsókninni er leitast við að meta að hve miklu leyti þessum áhrifum var náð.

 

Meðal niðurstaðna er að skatturinn hafi ekki haft mikil áhrif á neyslubreytingar á sykri en hins vegar urðu tekjuöflunaráhrif ríkisins meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Hér er hægt að lesa skýrsluna.

 

 

30.3 2015

Í nýútkominni Árbók bílgreina má lesa að töluverður vöxtur hafi orðið í bílgreinafyrirtækjum á síðasta ári, bæði umfangi bílasölu, viðgerða og viðhalds á ökutækjum. Vöxtur í greininni nam um 16% í fyrra.

 

Í Árbókinni kemur meðal annars fram að af þeim 12.000 nýju bílum sem voru nýskráðir á Íslandi í fyrra hafi um helmingur þeirra verið bílaleigubílar. Áætlað er að um 3.800 manns starfi við bílgreinar. Aðeins um 7% þeirra eru konur. Samkvæmt launakönnun VR voru heildarmánaðarlaun þeirra sem störfuðu við sölu og viðgerðir á bílum í fyrra 537.000 kr.

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.