Smásöluvísitala: ágúst 2016
Fast verðlag; 12 mán breyting
+7,6%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna september 2016
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
20.10 2016

Á opnum kynningarfundi, sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir, vitnuðu þátttakendur í starfsþjálfaverkefninu TTRAIN um aukna starfsánægju og sterkara tengslanet. TTRAIN er evrópskt samstarfsverkefni um þróun á kennsluaðferðum fyrir starfsþjálfa innan ferðaþjónustufyrirtækja. Rannsóknasetur verslunarinnar stýrir verkefninu í samstarfi við Háskólann á Bifröst, SAF og aðila í Finnlandi, Austurríki og á Ítalíu. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun ESB.

 

Sjá nánar um fundinn…..

 

Nánar um TTRAIN...

 

13.10 2016

Mikil veltuaukning í smásöluverslun í síðasta mánuði sýnir greinileg merki um kaupmáttaraukningu frá sama mánuði í fyrra. Í sumum vöruflokkum jókst veltan um fjórðung frá því í fyrra, má þar nefna húsgögn, byggingavöru og snjallsíma. Matur og drykkur var heldur ekki skorinn við nögl því velta dagvöruverslana var 9,1% meiri en í september í fyrra og velta áfengisverslana var 30% meiri en í sama mánuði í fyrra.

 

Við samanburð á veltu áfengis milli ára þarf að hafa í huga kerfisbreytingar sem urðu um síðustu áramót á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi sem skekkir samanburð þegar horft er að vöxt án virðisaukaskatts. Engu að síður jókst sala áfengis í september, í lítrum talið, um 15,7% á milli ára.

 

Kippur varð í fataverslun í september, sem var 8,3% meiri en í september í fyrra. Að magni til jókst sala á fötum 14,8%. Magnaukningin orsakast af því að verð á fötum var 5,7% lægra en í samanburðarmánuðinum í fyrra. Þetta skýrist væntanlega aðallega af afnámi tolla á föt um síðustu áramót.

21.9 2016

Í ágúst nam erlend greiðslukortavelta 30,6 milljörðum króna samanborið við 22,2 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða tæplega 38% aukningu frá ágúst í fyrra. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt tæpa 162 milljarða með kortum sínum en til samanburðar var erlend greiðslukortavelta allt árið í fyrra 154,4 milljarðar króna. Kortavelta á tímabilinu janúar til ágúst 2016 er því um 5% meiri en allt árið í fyrra.

 

Líkt og undanfarna mánuði var vöxtur í öllum útgjaldaliðum á milli ára. Tæpir 6,5 milljarðar króna fóru um posa gististaða í ágúst en gististarfsemi er veltuhæsti flokkurinn í kortaveltu ferðamanna. Upphæðin nú er 32,3% hærri en í ágúst 2015 þegar erlendir ferðamenn greiddu 4,9 milljarða króna til gististaða með kortum sínum. Erlend greiðslukortavelta til gististaða er jafnframt 4,8% hærri en í júlí síðastliðnum og hefur því aldrei verið meiri í einum mánuði.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

 

Talnaefni 

 

 

16.9 2016

Landsmenn mublera hjá sér heimilin sem aldrei fyrr. Í ágúst síðastliðnum var velta í húsgagnasölu 36% meiri en í sama mánuði í fyrra.  Síðastliðna sex mánuði hefur sala húsgagna verið að jafnaði um þriðjungi meiri en á sama tíma og í fyrra. Þó viðskipti með húsgögn hafi ekki náð sömu hæðum og var fyrir hrun hefur þessi tegund verslunar verulega rétt úr kútnum að undanförnu.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

 

Talnagögn...

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.