Smásöluvísitala: maí 2015
Fast verðlag; 12 mán breyting
- 1,4%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2015
12 mán breyting
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
26.6 2015

Rannsóknasetur verslunarinnar stýrir evrópsku samstarfsverkefni sem miðar að því að koma á laggirnar námi fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustufyrirtækjum. Um er að ræða framhald af öðru evrópsku fræðsluverkefni sem tengist þróun náms fyrir starfsþjálfa í verslunum og er undir stjórn Rannsóknasetursins.

 

Erasmus+, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins, hefur veitt verkefninu styrk sem nemur alls um 36 millj. kr. sem skiptist milli þátttakenda eftir vinnuframlagi þeirra. Í verkefninu taka þátt, auk Rannsóknaseturs verslunarinnar og Háskólans á Bifröst, Samtök ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum frá Sikiley á Ítalíu, Vínarborg í Austurríki og Kajaani í Finnlandi.

 

19.6 2015

Hvalaskoðun, jöklaferðir og náttúruskoðunarferðir verða sífellt vinsælli meðal þeirra fjölmörgu erlendu ferðamanna sem hingað koma. Þeir 91 þúsund erlendu ferðamenn sem komu til landsins í maí síðastliðnum greiddu íslenskum ferðaskipuleggjendum alls 3,2 milljarða kr. með greiðslukortum og jókst velta í þessari tegund ferðaþjónustu um 92% frá maí í fyrra. Þetta er meðal þess sem má greina úr upplýsingum um greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum.

 

Öll tilkynningin...

 

Sjá talnagögn...

15.6 2015

Neytendur voru á bremsunni og sýndu aðhaldssemi í innkaupum í maí. Samdráttur varð að raunvirði í öllum vöruflokkum nema raftækjum. Verðlag var samt almennt lægra en fyrir ári nema í dagvöru. En eins og kunnugt er hækkaði virðisaukaskattur á matvæli um síðustu áramót um leið og vörugjöld voru feld niður af raftækjum og fleiri vörum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnagögn...

21.5 2015

Erlendir ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum 9,3 milljarða króna í apríl sem er 39,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Líkt og undanfarna mánuði var hæsti útgjaldaliðurinn greiðslur til innlendra ferðaskipuleggjenda vegna ferða um landið. Fyrir slíkar ferðir greiddu ferðamenn 2,5 milljarða króna í mánuðinum sem er 113% hærri upphæð en í apríl í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna gistingar um 37% á milli ára. Erlend kortavelta í íslenskum verslunum nam 1,2 milljarði króna í apríl sem er 14% vöxtur frá sama mánuði í fyrra. Mestur vöxtur erlendrar kortaveltu í verslunum var í gjafa- og minjagripaverslunum, eða sem nam 43%.

Athygli vekur að í apríl var 15,3% hærri greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins heldur en í apríl fyrir ári síðan, ef miðað er við fjölda ferðamanna samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð.  

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnaefni...

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.