Smásöluvísitala: maí 2016
Fast verðlag; 12 mán breyting
+4,1%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2016
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
19.6 2016

Í maí síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta tæpum 20 milljörðum króna samanborið við rúmlega 13 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða 51,4% aukningu á milli ára.

 

Kortavelta ferðamanna jókst á milli ára í öllum útgjaldaliðum í maí. Erlendir ferðamenn greiddu tæpar 600 milljónir með kortum sínum til dagvöruverslana í maí, um 81% meira en í maí í fyrra en erlend kortavelta í dagvöruverslun hefur fjórfaldast á síðustu fjórum árum. Kortavelta erlendra ferðamanna í verslun jókst um tæp 41% á milli ára en það sem af er árinu hafa erlendir ferðamenn greitt 8,2 milljarða í verslun með kortum sínum. 

15.6 2016

Velta jókst í öllum flokkum Smásöluvísitölunnar í maí mælt á föstu verðlagi. Dagvöruverslun í maí var 4,1% meiri en í sama mánuði í fyrra en einnig var töluverður veltuvöxtur í flokkum varanlegra neysluvara. Sem dæmi jókst húsgagnaverslun um 18% og byggingavöruverslun um 22%, verslun með raftæki jókst einnig nokkuð.

 

Þó dagvöruverslun sveiflist jafnan ekki mikið hefur velta hennar verið nokkuð lífleg undanfarin misseri. Eins og áður kom fram jókst velta flokksins um 4,1% á föstu verðlagi frá fyrra ári en í maí 2016 voru fjórir föstudagar og laugardagar samanborið við fimm í sama mánuði í fyrra. Ef tekið er tilllit til árstíðabundinna þátta og vikudagaáhrifa jókst velta dagvöruverslunar því meira, eða um 5,9% frá maí 2015 á föstu verðlagi.

 

23.5 2016

Í apríl síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta 14,5 milljörðum króna samanborið við rúmlega níu milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða 56% aukningu á milli ára. Líkt og undanfarin ár er apríl minni ferðamannamánuður en mars. Velta á hvern erlendan ferðamann var 20% meiri en í apríl í fyrra.

 

Í apríl var aukning í erlendri kortaveltu í öllum útgjaldaliðum á milli ára. Mestur var vöxturinn í flugferðum, um 126% og er þetta sjötti mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári og hefur hún tólffaldast frá 2013. Ferðamenn hafa það sem af er ári eytt rúmum 12 milljörðum í flugferðir. Hluta af þessari aukningu má rekja til kortaveltu íslensks flugfélags sem selur útlendingum flugferðir til annarra landa, án þess að þessir farþegar komi endilega hingað til lands.

 

17.5 2016

Mikil velta var í flestum flokkum varanlegra og hálf-varanlegra neysluvara í apríl. Sem dæmi var verslun með húsgögn 46% meiri í apríl nú en fyrir ári síðan og 32% meiri velta var með byggingavörur samanborið við sama mánuð í fyrra, þá var fata- og skóverslun einnig lífleg í apríl. 

 

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.