Kynning á rannsóknasetri verslunarinnar

SÆKJA

Smásöluvísitala: janúar 2017
Fast verðlag; 12 mán breyting
+5,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna janúar 2017
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
20.2 2017

Í janúar nam erlend greiðslukortavelta 17 milljörðum króna samanborið við 12 milljarða í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða tæplega helmings aukningu frá janúar 2016. Þó um töluverða aukningu sé að ræða jókst kortaveltan ekki í sama hlutfalli og fjöldi þeirra ferðamanna sem sóttu Ísland heim í mánuðinum. 136 þúsund ferðamenn komu til landsins um Leifsstöð í janúar eða 75% fleiri en í sama mánuði í fyrra og var kortavelta á hvern ferðamann því tæplega 15% lægri í janúar síðastliðnum samanborið við janúar í fyrra.  

 

Öll tilkynningin...

 

Talnagögn...

 

 

15.2 2017

Almennt fór velta í smásöluverslun í janúar vaxandi líkt og undanfarna mánuði að undanskilinni fata- og skóverslun, sem dróst nokkuð saman frá janúar í fyrra. Verðlag var lægra í öllum vöruflokkum sem mælingin nær til nema áfengi, sem hækkaði þó aðeins um 0,5% frá janúar í fyrra.

 

Öll tilkynningin...

 

Talnagögn...

 

 

 

30.1 2017

„Áskoranir Rannsóknaseturs verslunarinnar felast í því að stuðla að enn frekari nýsköpun í verslun og ferðaþjónustu“ segir í nýju kynningarriti um Rannsóknasetrið. Nafn ritsins er "Rannsóknasetur verslunarinnar 2004 – 2017“. Þar er bæði lýsing á áherslum í núverandi starfi setursins auk þess sem sérstakur kafli fjallar um áskoranir framundan.

 

Sækið ritið…

 

 

16.1 2017

Nærri lætur að erlend greiðslukortavelta hafi verið fjórðungur heildarveltu greiðslukorta hérlendis árið 2016 en öll velta greiðslukorta á Íslandi á árinu 2016 nam 1.006 milljörðum. Af þeirri upphæð var velta innlendra korta 773 milljarðar og velta erlendra korta 232 milljarðar.

Í desember nam erlend greiðslukortavelta 14,9 milljörðum króna samanborið við 9,4 milljarða í desember 2015.

 

Talnagögn...

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.