Smásöluvísitala: júní 2016
Fast verðlag; 12 mán breyting
+7,0%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna júní 2016
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
19.7 2016

Í júní síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta tæpum 26 milljörðum króna samanborið við rúmlega 18 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða rúmlega 40% aukningu á milli ára. Kortavelta erlendra ferðamanna í júní er sú mesta í einum mánuði frá upphafi en fyrra met var í júlí í fyrra, tæpir 24 milljarðar.

 

Aukning var í erlendri kortaveltu í öllum útgjaldaliðum að meðaltali um 44% á milli ára. Töluverð aukning var í kortaveltu ferðamanna í dagvöru og vörðu ferðamenn í júní tæpum milljarði í þann útgjaldalið,  eða rúmlega 68% meira en í sama mánuði í fyrra. Það sem að af er ári hafa ferðamenn varið rúmlega 11,6 milljörðum í verslun á Íslandi, sem að er rúmlega 3 milljörðum meira en fyrir sama tímabil í fyrra. 

14.7 2016

Verslun í júní var ekki ósnortin af Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og sjá má merki um neyslubreytingar í tengslum við keppnina í Smásöluvísitölu mánaðarins. Íslendingar gerðu vel við sig í mat og drykk í júní en dagvöruverslun var 8,3% meiri en í júní í fyrra og fjöldi seldra lítra í vínbúðunum var 14% meiri en fyrir ári síðan. Sala svokallaðra brúnna raftækja, þar með talið sjónvarpstækja var 30% meiri en í júní 2015

 

Dagvöruverslun hefur verið afar lífleg það sem af er ári og hefur verslun með dagvöru undanfarna sex mánuði verið 7% meiri en á fyrri helmingi ársins í fyrra. Eins og áður sagði var dagvöruverslun 8,3% meiri í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi en 7% meiri á föstu verðlagi. Verðlag dagvöru hefur hækkað um 1,2% frá fyrra ári

19.6 2016

Í maí síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta tæpum 20 milljörðum króna samanborið við rúmlega 13 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða 51,4% aukningu á milli ára.

 

Kortavelta ferðamanna jókst á milli ára í öllum útgjaldaliðum í maí. Erlendir ferðamenn greiddu tæpar 600 milljónir með kortum sínum til dagvöruverslana í maí, um 81% meira en í maí í fyrra en erlend kortavelta í dagvöruverslun hefur fjórfaldast á síðustu fjórum árum. Kortavelta erlendra ferðamanna í verslun jókst um tæp 41% á milli ára en það sem af er árinu hafa erlendir ferðamenn greitt 8,2 milljarða í verslun með kortum sínum. 

15.6 2016

Velta jókst í öllum flokkum Smásöluvísitölunnar í maí mælt á föstu verðlagi. Dagvöruverslun í maí var 4,1% meiri en í sama mánuði í fyrra en einnig var töluverður veltuvöxtur í flokkum varanlegra neysluvara. Sem dæmi jókst húsgagnaverslun um 18% og byggingavöruverslun um 22%, verslun með raftæki jókst einnig nokkuð.

 

Þó dagvöruverslun sveiflist jafnan ekki mikið hefur velta hennar verið nokkuð lífleg undanfarin misseri. Eins og áður kom fram jókst velta flokksins um 4,1% á föstu verðlagi frá fyrra ári en í maí 2016 voru fjórir föstudagar og laugardagar samanborið við fimm í sama mánuði í fyrra. Ef tekið er tilllit til árstíðabundinna þátta og vikudagaáhrifa jókst velta dagvöruverslunar því meira, eða um 5,9% frá maí 2015 á föstu verðlagi.

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.