Smásöluvísitala: desember 2015
Fast verðlag; 12 mán breyting
-0,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna desember 2015
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
15.1 2016

Jólaverslun í desember síðastliðnum var meiri en í sama mánuði árið áður í flestum tegundum verslunar. Þannig var mun meira keypt af raftækjum og húsgögnum fyrir þessi jól en árið áður. Matarinnkaup voru þó með svipuðu sniði og undanfarin ár en velta áfengisverslunar jókst frá fyrra ári um 6,8%.

Þó jólaverslun fari að langmestu leyti fram í desember hefur heildarhlutfall hennar verið að færst fram til nóvember.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Talnagögn...

 

 

14.1 2016

 

Erlend greiðslukortavelta hér á landi var alls 9,4 milljarðar kr. í desember síðastliðnum sem var 2,9 milljörðum kr. hærri upphæð en í sama mánuði fyrir ári eða hækkun sem nemur um 44,5% á milli ára. Ef borin er saman erlend kortavelta desembermánaða síðustu fjögurra ára sést að hún hefur aukist um 133% á tímabilinu

Vörukaup útlendinga í verslunum í desember var kærkomin viðbót við jólaverslun Íslendinga. Erlend kortavelta í verslunum nam alls 1,6 milljarði kr. í mánuðinum.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

Talnagögn...

 

 

29.12 2015

Rannsóknasetur verslunarinnar tók nýlega saman upplýsingar um stöðu verslunar í Reykjavík með sérstakri áherslu á miðborgina fyrir Stýrihóp um málefni miðborgarinnar. Megináhersla skýrslunnar er tölfræðisamantekt á veltu verslunar, fjölda verslana, stærð og ýmsa þætti sem snúa að þjónustu við íbúa og ferðamenn. Tilgangur skýrslunnar er að stýrihópurinn hafi á einum stað aðgengilegar tölfræðiupplýsingar sem nýtast til gerð stefnumótunar fyrir miðborgina.

 

Skýrslan í heild…

 

14.12 2015

Upphaf jólaverslunarinnar í nóvember skiptist í tvö horn eftir tegundum. Á meðan aðeins 0,4% nafnaukning varð í veltu dagvöruverslana frá sama mánuði í fyrra, jókst sala á minni raftækjum um 39,5% og 19,8% aukning varð á sölu stórra raftækja. Sú nýjung hjá mörgum íslenskum verslunum að bjóða vörur á tilboðsverði á Svörtum föstudegi (Black Friday) í lok nóvember virðist hafa skilað mismikilli veltuaukningu eftir tegundum verslana. Á meðan heimilistæki og húsbúnaður seldist í miklum mæli var ekki sama ris í sölu á nauðsynjum eins og matvöru og fatnaði.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

 

Talnagögn...

 

 

 

 

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.