Smásöluvísitala: febrúar 2020
Breytilegt verðlag; 12 mán breyting
+1,3%
Húsgögn
Smásöluvísitala
0
Greiðslumiðlun febrúar 2020
12 mán breyting
*Undanskilinn er flokkurinn Ýmis önnur þjónusta, þ.m.t. farþegaflutningar
0
0
0
0
0
0
0
Fréttir
24.3 2020

Kortavelta erlendra ferðamanna hefur dregist ört saman undanfarna daga og vikur líkt og viðbúið var. Myndin í tilkynningunni sýnir bráðabirgðatölur fyrir erlenda kortaveltu, dag fyrir dag í mars í hlutfalli við sama dag marsmánaðar í fyrra. Síðastliðinn föstudag nam erlend kortavelta einungis 23% þess sem hún nam á sama degi í fyrra.

 

Tilkynningin í heild

12.3 2020

Erlend greiðslukortavelta án flugsamgangna dróst saman um 8,5% í febrúar og nam 14,1 milljarði í mánuðinum samanborið við 15,4 ma. í febrúar í fyrra.

 

Kortavelta erlendra ferðamanna til þjónustuflokka á netinu dróst saman um 4,4% á milli ára í febrúar. Netgreiðslur ferðamanna eru að stórum hluta til greiðslur fyrir ferðir sem fara á síðar og gefa því vísbendingu um hug ferðamanna til Íslandsferðar. Miðað við þessa hóflegu lækkun má segja að áhrif vegna COVID-19 hafi ekki verið komin fram af neinum þunga í febrúar og verður áhugavert að skoða þróunina í framhaldinu. Sé litið til sama mælikvarða, það er kortaveltu þjónustuflokka á netinu, fyrir Kínverja eingöngu þá dróst veltan saman um 62%, enda veiran fyrr á ferð í Kína en annarsstaðar.

 

Tilkynningin í heild

 

Talnaefni eftir útgjaldaliðum

 

Talnaefni eftir þjóðerni 

28.2 2020

Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi, dróst saman um 6,1% á milli ára í janúar og nam 13,7 milljörðum kr. í mánuðinum. Í krónum talið nam lækkunin milli ára 884 milljónum kr., á breytilegu verðlagi.

 

25.2 2020

Innlend kortavelta Íslendinga nam 60,1 milljarði kr. í janúar mánuði, á breytilegu verðlagi stóð veltan í stað miðað við sama tíma í fyrra.

Heildarvelta í verslun nam 29,7 milljörðum kr. í mánuðinum og dróst saman um 2% milli ára.

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.