Smásöluvísitala: maí 2020
Fast verðlag; 12 mán breyting
+8,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2020
12 mán breyting
26. júní 2015 07:14

Starfsnám fyrir ferðaþjónustu í evrópsku samstarfi

Rannsóknasetur verslunarinnar stýrir evrópsku samstarfsverkefni sem miðar að því að koma á laggirnar námi fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustufyrirtækjum. Um er að ræða framhald af öðru evrópsku fræðsluverkefni sem tengist þróun náms fyrir starfsþjálfa í verslunum og er undir stjórn Rannsóknasetursins.

 

Erasmus+, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins, hefur veitt verkefninu styrk sem nemur alls um 36 millj. kr. sem skiptist milli þátttakenda eftir vinnuframlagi þeirra. Í verkefninu taka þátt, auk Rannsóknaseturs verslunarinnar og Háskólans á Bifröst, Samtök ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum frá Sikiley á Ítalíu, Vínarborg í Austurríki og Kajaani í Finnlandi.

 

 

Verkefninu, sem er til tveggja ára, er ætlað að ráða bót á mikilli þörf fyrir aukin gæði í starfsmenntun þeirra sem sinna ferðaþjónustu bæði hér á landi og í hinum þátttökulöndunum. Annars vegar verður um að ræða yfirfærslu á þeirri reynslu sem fyrir er í hverju þátttökulandi og hins vegar verður beitt skilvirkri aðferðafræði við þjálfun í fullorðinsfræðslu. Náminu er ætlað veita nemendum hæfni í að þjálfa nýja starfsmenn á sínum vinnustað auk endurmenntunar þeirra sem fyrir eru.

 

Þó ekki verði um að ræða löggilt starfsnám líkt og á sér stað í iðngreinum, má samt að nokkru leyti líka þessu nýja námi við meistarakerfi iðngreina þar sem meistarar í iðngreinum taka að sér uppfræðslu og  þjálfun nema í viðkomandi iðngrein. 

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.