Smásöluvísitala: apríl 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
-2,0%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna desember 2018
12 mán breyting
23. maí 2016 09:48

Helmingsaukning kortaveltu í gisti- og veitingahúsum

Í apríl síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta 14,5 milljörðum króna samanborið við rúmlega níu milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða 56% aukningu á milli ára. Líkt og undanfarin ár er apríl minni ferðamannamánuður en mars. Velta á hvern erlendan ferðamann var 20% meiri en í apríl í fyrra.

 

Í apríl var aukning í erlendri kortaveltu í öllum útgjaldaliðum á milli ára. Mestur var vöxturinn í flugferðum, um 126% og er þetta sjötti mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári og hefur hún tólffaldast frá 2013. Ferðamenn hafa það sem af er ári eytt rúmum 12 milljörðum í flugferðir. Hluta af þessari aukningu má rekja til kortaveltu íslensks flugfélags sem selur útlendingum flugferðir til annarra landa, án þess að þessir farþegar komi endilega hingað til lands.

 

Hótel og veitingahús njóta góðs af þessari auknu veltu því erlend kortavelta fyrir gistingu í apríl voru rúmir 2,5 milljarðar króna, sem er 53% hærri upphæð en í apríl í fyrra, Þá greiddu erlendir ferðamenn með kortum sínum fyrir veitingar 1,4 milljarð kr. sem er 53% hærri upphæð en í apríl í fyrra.

 

Erlendir ferðamenn greiddu 1,6 milljarð með greiðslukortum sínum í verslun í apríl en það er 38% meira en í apríl í fyrra. Erlend kortavelta gjafa- og minjagripaverslana jókst mest, um 60% milli ára, þá dagvöruverslunar um 57%. Erlend kortavelta fataverslunar jókst minnst á milli ára eða um 16% sem jafngildir 30% samdrætti frá fyrri mánuði.

 

Erlendir ferðamenn greiddu bílaleigum 1,3 milljarða með kortum sínum í apríl eða 48% meira en í apríl í fyrra. Þá jókst kortavelta ferðamanna í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi í apríl um 72% frá fyrra ári og nam 302 milljónum.

 

Í mars komu um 95 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 33% fleiri en í sama mánuði í fyrra en 18% færri en í mars á þessu ári. 

 

Tilkynningin í heild

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.