Smásöluvísitala: apríl 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
-2,0%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna desember 2018
12 mán breyting
19. júlí 2016 10:01

Kortavelta aldrei meiri en í júní

Í júní síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta tæpum 26 milljörðum króna samanborið við rúmlega 18 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða rúmlega 40% aukningu á milli ára. Kortavelta erlendra ferðamanna í júní er sú mesta í einum mánuði frá upphafi en fyrra met var í júlí í fyrra, tæpir 24 milljarðar.

 

Aukning var í erlendri kortaveltu í öllum útgjaldaliðum að meðaltali um 44% á milli ára. Töluverð aukning var í kortaveltu ferðamanna í dagvöru og vörðu ferðamenn í júní tæpum milljarði í þann útgjaldalið,  eða rúmlega 68% meira en í sama mánuði í fyrra. Það sem að af er ári hafa ferðamenn varið rúmlega 11,6 milljörðum í verslun á Íslandi, sem að er rúmlega 3 milljörðum meira en fyrir sama tímabil í fyrra. 

Kortavelta ferðamanna í flugferðum rúmlega tvöfaldaðast á milli ára, áttunda mánuðinn í röð og var vöxturinn í júní um 105% á milli ára. Rétt er að taka það fram að hluti þeirrar greiðslukortaveltu sem fellur undir liðinn er greiðsla fyrir þjónustu sem innt er af hendi utan landsteinanna. Ferðamenn vörðu í júní rúmlega fimm milljörðum í gistiþjónustu, eða um 34% meira en á sama tíma í fyrra. Ferðamenn sækja enn meira í tónleika, viðburði, leik- og kvikmyndahús og var kortavelta ferðamanna 84% meiri en í júní í fyrra.

 

Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt um 100 milljarða króna með kortum sínum, mest í flugferðir eða um 19 milljarða, gistiþjónustu tæplega 18 milljarða og 11,6 milljarða króna í verslun.

 

Í júní komu um 187 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 36,8% fleiri en í sama mánuði í fyrra. 

 

Tilkynningin í heild

Talnaefni

 

 

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.