Smásöluvísitala: apríl 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
-2,0%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna desember 2018
12 mán breyting
23. ágúst 2016 16:10

Viðbrögð vinnustaðanáms fyrir ferðaþjónustu framar væntingum

Ný starfsþjálfunaráætlun fyrir ferðaþjónustu hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Eftir að tilraunakennsla á nýrri námsskrá fór fram síðastliðið vor hefur víða komið fram áhugi á að halda verkefninu áfram og endurbæta það enn frekar. Viðbrögð þátttakenda í tilraunanáminu og fyrirtækjanna, sem þátttakendurnir vinna hjá, eru framar væntingum skipuleggjenda. Því er gert ráð fyrir að boðið verði uppá áframhald þessarar kennslu á næstunni við Háskólann á Bifröst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkefnið snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækja sem sjá um að þjálfa nýja starfsmenn á vinnustaðnum og endurmennta þá sem fyrir eru.

Með þessu nýja námi er brugðist við ákalli fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja vanda til þjálfunar starfsmanna sinna á vinnustað. Ferðaþjónustuaðilar, hvort sem er á veitingahúsum, gististöðum, farþegaflutningum eða öðrum greinum, geta nýtt sér þetta nýja nám.

 

Námið er afrakstur evrópsks samstarfsverkefnis sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun ESB. Verkefnið ber heitið TTRAIN (Tourism training). Verkefnisstjórn þess er í höndum Rannsóknaseturs verslunarinnar og einnig taka þátt í því Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst.  Erlendir samstarfsaðilar eru frá Finnlandi, Austurríki og Ítalíu. Þessir aðilar hafa í sameiningu þróað námsskrá sem kennt er eftir í hverju þátttökulandi í tilraunaskyni. Eftir tilraunakennslu verður námsskráin endurbætt og námið boðið fleiri fyrirtækjum. Sjá  nánar á www.trainingfortourism.eu.

 

Námið efldi sjálfstraust þátttakenda

Að lokinni tilraunakennslu verkefnisins sl. vor var gerð könnun nú í sumar meðal þátttakenda og forsvarsmanna þeirra tólf fyrirtækja sem tóku þátt. Þátttakendur voru allir mjög ánægðir með innihald námsins, kennsluaðferðir og kennsluna sjálfa. Áhersla var lögð á skapandi hugsun og frumkvæði og kennsluaðferðir sem byggðu á leikjum, samskiptum og sjálfsvinnu skiluðu sér til þátttakenda og veitti þeim innblástur og hugmyndir um hvernig má skipuleggja vinnustaðaþjálfun þannig að hún sé bæði gagnleg og skemmtileg. Þátttakendur töldu að námið hefði eflt sjálfstraustið, aukið færni í samskiptum og kennslu auk þess að gefa þeim aukna innsýn í námsaðferðir fullorðinna og námsaðferðir, þekkingu og reynslu þeirra sjálfra.

 

Aðspurðir um leiðir til að þróa námið enn frekar bentu þátttakendur á tækifæri til að nýta betur alþjóðlegt samstarf í TTRAIN verkefninu með því að tengja námshópa saman á Facebook t.d. í gegnum verkefnavinnu. Einnig var bent á að lengja mætti námið og leggja aukna áherslu á eftirfylgni og stuðning við þátttakendur við að innleiða starfsþjálfun á sínum vinnustað.  Verkefnastjórn mun nýta ábendingar frá þátttakendum til að þróa námsskránna áfram.

 

Nánari upplýsingar um TTRAIN námið veita: Emil B. Karlsson (emil@bifrost.is), María Guðmundsdóttir (maria@saf.is) og Magnús S. Snorrason (maggi@bifrost.is).

 

 

 

 

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.