30. janúar 2019 12:20
Kortavelta erlendra ferðamanna í desember
Kortavelta erlendra ferðamanna jókst um 14,6% á milli ára í desember síðastliðnum og nam 14,4 milljörðum króna en
það er tæpum tveimur milljörðum króna meira en í desember 2017. Nemur hækkunin rúmum 2% á mann á föstu gengi, enda hefur krónan gefið talsvert eftir undanfarið ár. Vert er að taka fram að tölur um kortaveltu eru nú birtar án flugþjónustu.
Öll tilkynningin
Talnaefni