Smásöluvísitala: maí 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
+13,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2019
12 mán breyting
22. mars 2019 17:10

Milljarðahagsmunir en lítið gagnsæi

Þókunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum á hverju ári. Lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir er meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Fyrstu niðurstöður voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa stóð fyrir í samvinnu við Íslenska Ferðaklasann. 

 

Rannsóknin var unnin á vegum Ferðamálastofu af Rannsóknasetri verslunarinnar og niðurstöðurnar kynntu Árni Sverrir Hafsteinsson og Aron Valgeir Gunnlaugsson.

 

Milljarðar í þóknunargjöld

 

Ferðaþjónustuaðilar á Íslandi, líkt og á heimsvísu, selja stóran hluta afurða sinna í gegn um bókunarþjónustur (e. Online Travel Agencies, OTAs). Nær allir gististaðir hérlendis nýta bókunarþjónustur að einhverju marki þó hlutfallið sé ólíkt á milli gististaða. Þá eru viðhorf rekstraraðila gististaða til bókunarþjónusta einnig mjög ólík. Stöðluð þóknunargjöld bókunarþjónusta í gististarfsemi liggja á bilinu 15% og upp í 20%, þó dæmi séu um að stærstu hótelkeðjurnar njóti betri kjara. Um er að ræða töluverða hasmuni fyrir íslenska ferðaþjónustu en þóknunargjöld gististaða til bókunarþjónusta nema milljörðum á hverju ári. 

Refsingar fyrir að bjóða lægra verð

 

Lágmarksverðkvaðir (e. Price Parity Clauses) eru í samningum á milli gististaða og bókunarþjónusta og kveða á um að ekki megi bjóða lægra verð annarsstaðar en hjá bókunarþjónustunni. Gististöðum hefur verið refsað fyrir að brjóta lágmarksverðkvaðir, meðal annars í sýnileika í leitarniðustöðum.

 

Lítið gegnsæi

 

Lítið gegnsæi er í þeim algrímum sem bókunarþjónustur nýta til að raða gististöðum í leitarniðurstöðum og taka því margir rekstraraðilar ekki eftir því ef gististað þeirra er refsað. Á sama máta og gististaðir kappkosta að vera sem sýnilegastir á bókunarsíðunum, kappkosta bókunarsíðurnar að vera sem sýnilegastar í leitarvélum á netinu. Af þessum sökum hafa bókunarþjónustur gríðarlegan kostnað af leitarvélabestun og kaupum á leitarorðum á leitarvélum eins og Google.

 

Efni og upptökur

 

Nálgast má efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.