Smásöluvísitala: apríl 2020
Fast verðlag; 12 mán breyting
+9,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna apríl 2020
12 mán breyting
25. febrúar 2020 14:10

7% aukning í raf- og heimilistækjaverslunum í janúar

Innlend kortavelta Íslendinga nam 60,1 milljarði kr. í janúar mánuði, á breytilegu verðlagi stóð veltan í stað miðað við sama tíma í fyrra.

Heildarvelta í verslun nam 29,7 milljörðum kr. í mánuðinum og dróst saman um 2% milli ára.

 

Í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam veltan alls 13,2 milljörðum kr. og jókst um 4% á milli ára í mánuðinum. Netverslun í flokknum heldur áfram að aukast mikið á milli ára, var hún rífleg tvöföld á við sama tíma á síðasta ári.

 

Þá jókst velta í raf- og heimilistækjaverslunum um tæp 7% á milli ára og nam tæpum 1,9 milljarði kr. Í netverslun var aukningin um tæp 23% á milli ára í janúar mánuði.

 

Í fataverslun nam veltan í posum  2,1 milljarði kr. og stóð nánast í stað milli ára í posum, aukning var hins vegar í netverslun um rúm 28%. Heildarvelta flokksins nam 2,2 milljörðum kr. í janúar síðastliðnum.

 

Talnaefni 

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.