Tilgangur verkefnisins
Tilgangurinn er að renna styrkari stoðum undir rekstur dreifbýlisverslana og finna lausnir sem hentar hverri verslun:
Heildarmarkmiðið er að bæta þjónustu og gæði í litlum samfélögum með því að stuðla að því að dreifbýlisverslanir geti lifað, þróast og dafnað.
Norðurslóðaáætlunin (Northern Periphery Programme er fjármagnað að hluta til af Evrópusambandinu (European Union, Evrópu Regional Development Fund).
Heimasíða RRR verkefnisins

|
|
Ný þjónusta við dreifbýlisverslanir
Mikilvægt er fyrir verslanir í dreifbýli að bjóða fjölþætta þjónustu. Með fjölþættri þjónustu er til dæmis átt við að verslun bjóði ekki aðeins til sölu matvvörur heldur einnig aðra þjónustu eins og póstþjónustu, handverksölu, ferðaþjónustu og fleira. Þetta eykur möguleika dreifbýlisverslana til að lifa af á svæðum þar sem íbúum fer fækkandi. Þjónustan getur því verið bæði við almenning og við fyrirtæki.
Verslun sem tekur upp fjölþætta þjónustu er háð því að eigendur þeirra annist fleiri verkefni en fyrir eru. mikilvægt er að huga að fjórum í þessu sambandi:
- Hlutverk verslunarinnar í samfélaginu og samkeppnisstaða hennar
- Samfélagslegt hlutverk verslunarinnar í samfélaginu.
- Starfsskilyrði sem stjórnvöld setja
- Vöruflutningar og dreifing
Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta þegar hugað er að endurskipulagningu verslunar. Þeir sem reka verslanir verða að sjálfsögðu vera góðir kaupmenn og að geta tekist á við mismunandi vandamál í tengslum við félagslega þjónustu, nýsköpun og á hina ýmsu þætti í fjölbreyttri þjónustu.
Tilgangur verkefnisins er að styðja og aðstoða þá sem vilja styrkja verslunarrekstur sinn.
Upplýsingar fyrir verslanir sem vilja taka þátt í verkefninu er hægt að sjá hér.
|