Smásöluvísitala: febrúar 2020
Fast verðlag; 12 mán breyting
+1,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna febrúar 2020
12 mán breyting

 

 

Stuðningur við verslun í heimabyggð

 

Verslunum á landsbyggðinni býðst að taka þátt í verkefninu Verslun í dreifbýli sem miðar að aukinni fagmennsku við rekstur verslana og fjölbreyttari þjónustu við íbúa. Verkefnið er hluti af evrópsku samstarfsverkefni, Retail in Rural Regions, og styrkt af Norðurslóðaáætluninni og Norður Atlantshafsnefndinni (NPP og NORA).

Verkefnið er reynsluverkefni og hefur íslenski hluti þess verið þróaður af Rannsóknarsetri verslunarinnar við Háskólann að Bifröst, Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, SSNV – Atvinnuþróun og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.  Megintilgangur verkefnisins er að styrkja rekstrargrundvöll verslana í dreifbýli.

Verslunum sem taka þátt býðst eftirfarandi þjónusta:

 1. Stöðumat og stefnumótun
  Atvinnuráðgjafi fer ásamt eiganda/stjórnanda verslunar yfir stöðu verslunarinnar og settar eru fram hugmyndir um hvernig hægt er að styrkja reksturinn.
 2. Þjálfun og námskeið á Bifröst
  Sérsniðið námskeið og þjálfun við  Háskólann á Bifröst. Kennsla fer fram í þrjú skipti, í janúar, mars og október 2011. Í hvert sinn verður kennt á föstudegi og laugardegi. Gist er á staðnum.

  Kennd verða fjögur fög:

  Kaupmennska:
  Skipulag verslunar og vöruframsetning, samspil innra skipulags verslunar og markaðsaðgerða.  

  Markaðssetning í nærsamfélagi: Farið yfir grunnþætti markaðssetningar og hagnýting þeirra í litlum samfélögum.
   
  Birgðahald: Stjórnun birgðahalds, innkaupa og vöruflutninga.
   
  Hagnýt upplýsingatækni og áætlagagerð: Kennt er hvernig hægt er á raunhæfan hátt að hagræða í rekstri með hjálp upplýsingatækni.
 3. Markaðskönnun
  Stuðst verður við niðurstöður úr nýrri rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar um viðhorf neytenda, sveitarstjórna og fyrirtækja til verslunar í heimabyggð. Niðurstöðurnar þessarar rannsóknar geta meðal annars nýtst við val á aðferðum við markmiðssetningu verslunarinnar.
 4. Stuðningur atvinnuráðgjafa
  Atvinnuráðgjafi á svæðinu   mun vera til  aðstoðar og ráðgjafar allan verkefnistímann.

Verkefnið tekur eitt ár. Að því loknu á breytingum sem mótaðar voru, samkvæmt áætlunum að vera lokið. Verslanir undirrita samkomulag um þátttöku. Við undirritun fær hver verslun skjal til að festa í afgreiðsluglugga sem vottar þátttöku í verkefninu.

Þátttökugjald hvers þátttakanda er 46.000 kr. Innifalið í því er þátttaka í námskeiði á Bifröst í þrjú skipti ásamt fæði og gistingu. Skilyrði er að lágmark 20 verslanir taki þátt í verkefninu.

Aðstoð atvinnuráðgjafa við verslanir á sínu svæði:

 1. Bjóða verslunum til þátttöku

 2. Aðstoða við að greina stöðu verslunarinnar og hvað þyrfti til að styrkja reksturinn.

 3. Þátttaka í námskeiði og þjálfun með verslunum á Bifröst

 4. Vinna að samræmingu ráðgjafar og þjónustu við verslanir milli svæða og stuðla að jákvæðum og gagnlegum samskiptum sem nýst geta verslunarfólki og ráðgjöfum í verkefninu.

 5. Aðstoða verslunareigendur/stjórnendur við að vinna verkefnið og hrinda breytingum í framkvæmd.

 6. Vinna að árangursmati í lok verkefnis         

 

Sjá námskeiðslýsingu                      

 

 

 

 

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.