top of page
Modern Work Space

Um RSV

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Á notendavef RSV, Sarpinum, er hægt að nálgast allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað. Almennt felst starfsemi rannsóknasetursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til fyrirtækja og almennings. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra  tölfræði sem stjórnendur í verslun þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma.

RSV var stofnað árið 2004. Að því standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, VR, Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst.  Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar sértekna með áskriftarsölu að gögnum og greiningum og með verkefna vinnu fyrir fyrirtæki, einstaklinga, hagsmunasamtök og opinbera aðila.

Meðal verkefna Rannsóknasetursins er mánaðarleg vinnsla og birting hagtalna um verslun: Kortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna er birt aðgengilega á notendavef RSV. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum. Smásöluvísitalan er veltuvísitala unnin upp úr virðisaukaskýrslun fyrirtækja og birt í nokkrum flokkum heildsölu og smásölu.

RSV er óháður rannsóknaraðili og leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi. Við gerum okkur far um að fylgjast með nýjungum í verslun og þjónustu og vísbendingum um þróun þessara greina bæði hér heima og erlendis. Verkefni RSV eru ýmist fjármögnuð af föstum framlögum eigenda setursins, innlendum eða erlendum rannsóknastyrkjum eða þjónustutekjum frá einstaklingum, fyrirtækjum, samtökum eða opinberum aðilum. 

Stjórn RSV skipa:
María Magnúsdóttir (formaður) - Bílgreinasambandið
Ósk Heiða Pétursdóttir - Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)
Einar B. Árnason - Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Jón Snorri Snorrason - Háskólinn á Bifröst
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir - VR

Nánari upplýsingar veitir:








Magnús Sigurbjörnsson
forstöðumaður RSV
magnus@rsv.is
s. 867-9543

_D4M7009_pp.jpg
bottom of page