top of page

Ítargreining á netverslun með snyrtivörur.

Erlend netverslun með snyrtivörur hefur aukist um rúm 50% frá september í fyrra og nam rúmum 235 milljónum í síðasta mánuði.

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur gert ítarlega greiningu á því hvers konar snyrtivörur Íslendingar keyptu og hvaðan þær komu.



Tollflokkar

Þegar rýnt er í gögnin má sjá betur hvaða flokkar snyrtivara/lyfja voru keyptir í september. Hér fyrir neðan er sundurliðun á stærstu flokkunum og má sjá að förðunar- og húðvörur eru efstar á blaði eða ríflega 4 sinnum stærri en næstu vöruflokkar á eftir.

Verð

Tollfl.

Lýsing

126.667.513

3304

Fegrunar- eða förðunarvörur og framleiðsla til að vernda húðina (þó ekki lyf), þar með taldar sólvarnar- eða sólbrúnkuvörur; vörur til hand- eða fótsnyrtingar

28.371.460

9615

Greiður, hárspennur og þess háttar; hárnálar, hár-liðunarnálar, hárliðunarklemmur, krullupinnar og þess háttar

19.694.569

3305

Vörur fyrir hár

12.752.809

6704

Hárkollur, gerviskegg, gerviaugnabrúnir og gerviaugnahár, hárlokkar eða þess háttar

8.689.279

3307

Vörur til nota fyrir, við eða eftir rakstur, lyktareyðir fyrir menn, baðvörur, háreyðingarefni og aðrar ilm-, snyrti- eða hreinlætisvörur

7.229.567

3306

Vörur til munn- eða tannhirðu

6.113.538

3005

Vatt, grisjur, bindi og áþekkar vörur til lyf-, skurð-, tann- eða dýralækninga:

5.124.290

9019

Tæki til mekanóterapí. nuddtæki eða önnur öndunartæki til lækninga:

4.989.719

3401

Sápa

4.798.848

3303

Ilmvötn

3.643.635

2939

Alkalóí og aðrar afleiður þeirra

Lönd

Þegar horft er í hvaðan þessar snyrtivörur eru að koma má sjá að þriðjungur þeirra kemur í gegnum Eistland en um og yfir 10% frá Bandaríkjunum og Hollandi. Gríðarleg aukning hefur verið á netverslun frá Eistlandi síðustu vikur og mánuði en meðal annars hafa hlutar sendinga frá Temu og Ali Express átt uppruna sinn þaðan.

1

Eistland

84.258.891

35,74%

2

Bandaríkin

26.152.333

11,09%

3

Holland

22.771.537

9,66%

4

Bretland

16.442.292

6,97%

5

Þýskaland

12.228.778

5,19%

6

Litháen

11.712.582

4,97%

7

Kína

10.083.000

4,28%

8

Frakkland

8.768.411

3,72%

9

Svíþjóð

8.148.572

3,46%

10

Jersey

4.824.367

2,05%

11

Suður-Kórea

4.383.484

1,86%

12

Danmörk

3.156.506

1,34%

13

Belgía

3.005.914

1,27%

14

Pólland

2.896.464

1,23%

15

Írland

2.679.844

1,14%


Greiningar RSV

Frekari upplýsingar og nánari greiningar um íslenska verslun er hægt að nálgast inn á Veltunni (veltan.is), gagnagrunni RSV. Greiningarnar eru flokkaðar gróflega niður í undirflokka út frá tollgögnum og er einnig haldið utan um fjölda tolllína og sendingarlönd. Fyrirtækjum stendur einnig til boða að kaupa ítarlegri greiningar sé þess óskað frá RSV.



32 views
bottom of page