Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV átti samtal við færsluhirðana sem veita RSV gögnin og fór yfir vinnslu gagnanna ítarlega.
Erlend kortavelta hækkar á kostnað innlendrar kortaveltu milli maí 2023 og desember 2023
Erlend kortavelta í desember 2023 lækkar úr 14,5 milljörðum króna niður í 13,3 milljarða króna
Hreyfingar eru á milli nokkurra þjóða í erlendu kortaveltunni.á þessu tímabili, maí - desember 2023..
Við getum nú birt þrjá nýja útgjaldaliði í verslun eftir erlendri kortaveltu. Þetta eru byggingavöruverslanir, raf- og heimilstækjaverslanir og verslanir með heimilsbúnað en þeir eru aðgengilegir á erlendri kortaveltu undir útgjaldaliðir.
Leiðréttar tölur hafa verið birtar og næstu kortaveltutölur eru væntanlegar 8. mars 2024.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknasetur verslunarinnar.
Innlend kortavelta breytist
Gamlar tölur | Leiðréttar tölur | |
90040,7 | maí.23 | 89996,8 |
94240 | jún.23 | 94094,6 |
92106,9 | júl.23 | 91773,7 |
92124,7 | ágú.23 | 91796,7 |
86528,3 | sep.23 | 86299,1 |
84167,6 | okt.23 | 83574,6 |
91640,2 | nóv.23 | 90783,0 |
100033,3 | des.23 | 100025,8 |
Erlend kortavelta breytist
Gamlar tölur | Leiðréttar tölur | |
27026,7 | maí.23 | 27071,7 |
36040,7 | jún.23 | 36189,5 |
41758,7 | júl.23 | 42098,0 |
41458,6 | ágú.23 | 41796,1 |
31635,8 | sep.23 | 31868,8 |
24833,9 | okt.23 | 24877,9 |
17154,2 | nóv.23 | 18011,8 |
14508,1 | des.23 | 13374,7 |