• Rannsóknasetur verslunarinnar

6% samdráttur í kortaveltu erlendra ferðamanna

Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi, dróst saman um 6,1% á milli ára í janúar og nam 13,7 milljörðum kr. í mánuðinum. Í krónum talið nam lækkunin milli ára 884 milljónum kr., á breytilegu verðlagi.

Í krónum talið vó samdráttur í veltu gistiþjónustu mest, munurinn á milli ára nam 336 milljónum kr. á breytilegu verðlagi.  Velta flokksins nam 3,2 milljörðum kr. og dróst saman um 9,4% á milli ára. Velta veitingasölu nam 1,5 milljarði kr. í mánuðinum og dróst saman um 6,5% samanborið við fyrra ár. Velta í dagvöruverslunum jókst um 4% í kortaveltu erlendra ferðamanna á milli ára í mánuðinum og nam 553 milljónum kr. Þá jókst velta í gjafa- og minjagripaverslunum um 9,3% á milli ára í janúar.


Kortavelta eftir útgjaldaliðum

Kortavelta eftir þjóðerni

Recent Posts

See All
Shopping Basket

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN!

© 2020 Rannsóknasetur verslunarinnar

Staðsetning:

  Háskólinn á Bifröst,
  311 Borgarbyggð,

  Sími: 533 3530 

  GSM: 868 4341 eða 868 8825