top of page

7% aukning í raf- og heimilistækjaverslunum í janúar

Innlend kortavelta Íslendinga nam 60,1 milljarði kr. í janúar mánuði, á breytilegu verðlagi stóð veltan í stað miðað við sama tíma í fyrra. Heildarvelta í verslun nam 29,7 milljörðum kr. í mánuðinum og dróst saman um 2% milli ára. Í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam veltan alls 13,2 milljörðum kr. og jókst um 4% á milli ára í mánuðinum. Netverslun í flokknum heldur áfram að aukast mikið á milli ára, var hún rífleg tvöföld á við sama tíma á síðasta ári. Þá jókst velta í raf- og heimilistækjaverslunum um tæp 7% á milli ára og nam tæpum 1,9 milljarði kr. Í netverslun var aukningin um tæp 23% á milli ára í janúar mánuði. Í fataverslun nam veltan í posum  2,1 milljarði kr. og stóð nánast í stað milli ára í posum, aukning var hins vegar í netverslun um rúm 28%. Heildarvelta flokksins nam 2,2 milljörðum kr. í janúar síðastliðnum. Talnaefni

9 views

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page