• Rannsóknasetur verslunarinnar

7% aukning í raf- og heimilistækjaverslunum í janúar

Innlend kortavelta Íslendinga nam 60,1 milljarði kr. í janúar mánuði, á breytilegu verðlagi stóð veltan í stað miðað við sama tíma í fyrra. Heildarvelta í verslun nam 29,7 milljörðum kr. í mánuðinum og dróst saman um 2% milli ára. Í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam veltan alls 13,2 milljörðum kr. og jókst um 4% á milli ára í mánuðinum. Netverslun í flokknum heldur áfram að aukast mikið á milli ára, var hún rífleg tvöföld á við sama tíma á síðasta ári. Þá jókst velta í raf- og heimilistækjaverslunum um tæp 7% á milli ára og nam tæpum 1,9 milljarði kr. Í netverslun var aukningin um tæp 23% á milli ára í janúar mánuði. Í fataverslun nam veltan í posum  2,1 milljarði kr. og stóð nánast í stað milli ára í posum, aukning var hins vegar í netverslun um rúm 28%. Heildarvelta flokksins nam 2,2 milljörðum kr. í janúar síðastliðnum. Talnaefni

Recent Posts

See All

Mikil verslun á veirutímum

Aukning hefur orðið á innlendri kortaveltu í verslun milli ára í hverjum mánuði frá því í mars síðastliðnum. Í októbermánuði versluðu Íslendingar vörur fyrir 42 milljarða kr. með kortum sínum og jókst

Smásöluvísitalan bergmálar kortaveltu tölur

Smásöluvísitalan hefur verið birt fyrir september mánuð. Líkt og innlendu kortaveltu tölurnar báru með sér, er mikil aukning á veltu milli ára í september. Til að mynda jókst sala á gólfefnum um 35,2%

Shopping Basket

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN!

© 2020 Rannsóknasetur verslunarinnar

Staðsetning:

  Háskólinn á Bifröst,
  311 Borgarbyggð,

  Sími: 533 3530 

  GSM: 868 4341 eða 868 8825