top of page

Dreifbýlisverslun: núverandi staða og sóknartækifæri

Verslanir í litlum byggðalögum á Íslandi eru til umfjöllunar í nýrri rannsóknaskýrslu.


Það er mat skýrsluhöfundar að dreifbýlisverslanir um allt land gegni veigamiklu hlutverki í að viðhalda byggð á fámennum svæðum, bæði með því að íbúar geti keypt nauðsynjar og ekki síður sem samfélagsmiðstöðvar. Um leið eiga þessar verslanir erfitt með að lifa af vegna fárra viðskiptavina og erfiðra ytri skilyrða.

Staða þessara dreifbýlisverslana er metin og vanda þeirra lýst, sem meðal annars felst í óhagstæðum innkaupum, háum flutningskostnaði og áhættu þeirra einstaklinga sem reka þessar verslanir. Einnig eru lagðar fram tillögur að skilvirkum aðgerðum sem ætlað er að styðja þessar verslanir til lengri tíma litið.


Höfundur skýrslunnar er Emil B. Karlsson fyrrum forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar en Byggðarannsóknasjóður styrkti rannsóknina.


HÉR er hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni.

27 views

Comments


bottom of page