top of page

Erlend kortavelta rúmir 10 milljarðar í júlí

Í júlí síðastliðnum nam velta erlendra korta hérlendis 10,1 milljörðum króna, sem er tæpur þriðjungur af því sem var í júlí í fyrra. Upphæðin er hærri en í mars, til og með júní síðastliðnum en fyrir þann tíma þarf að fara aftur til janúar 2016 til finna lægri veltu erlendra korta í einum mánuði.


Minnstur samdráttur milli ára var í verslun og veltu erlend kort um 2,2 milljörðum kr. í verslun hér á landi í júlí. Í undirflokkum verslunar var mesta veltan í flokki dagvöru og stórmarkaða, alls 881 milljónir kr., rétt um helmingi minni en á sama tíma í fyrra. Mestur var samdrátturinn í erlendri kortaveltu verslana með gjafa- og minjagripi eða 74% og nam 166 milljónum króna í júlí.


Gistiþjónusta var næst veltuhæsti flokkurinn á eftir verslun og nam erlend kortavelta flokksins alls 2,1 milljarði en sá flokkur er alla jafnan sá veltuhæsti í þeim gögnum sem setrið birtir. Erlend kortavelta veitingaþjónustu dróst saman um tvo þriðju á milli ára í júlí og nam alls 1,2 milljarði.


Í flokki bílaleiga nam velta erlendra korta tæpum 1,2 milljarði kr., dróst hún saman um 68% samanborið við síðasta ár. Þá nam velta í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem inniheldur m.a. ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur tæpum 900 milljónum kr. en samdráttur borið saman við sama tíma í fyrra var 81%.


Dönsk greiðslukort veltu mestu í júlí eða 1,8 milljörðum. Næst mest var velta þýskra korta, 1,7 milljarðar og þá breskra korta, 1,1 milljarður.

56 views

Comentarios


Los comentarios se han desactivado.
bottom of page