top of page

Erlend netverslun lítil í mars

Erlend netverslun Íslendinga, líkt og hún kemur fram í tollskráningu, dróst saman um 18% milli ára í mars og nam 195,3 milljónum að tollvirði í mánuðinum. Tollverð er verðmæti sendinga án skatta og gjalda. Netverslun frá Kína dróst mest saman í mars og minnkaði um meira en helming, fór úr 38,9 mkr. í mars 2019 niður í 19,2 mkr. í mars sl. Mikill samdráttur í netverslun frá Kína kemur ekki á óvart enda fór veirufaraldurinn fyrst af stað þar. Þá dróst netverslun frá Bandaríkjunum saman um 35% á milli ára, nam í 29,4 milljónum mars síðastliðnum en 45,5 milljónum í mars 2019. Minnst breyting var á netverslun frá Bretlandi en tollverð jókst um 1% í mars frá sama mánuði í fyrra. Á myndinni hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir stærstu upprunalönd netverslunar í marsmánuði. Tölurnar sýna tollverð samkvæmt tollafgreiðslu Skattsins á sendingum þar sem kaupandi er einstaklingur og verðmæti sendingar er minna en 300.000 kr.

Lítilsháttar lækkun í innlendum kortum hérlendis Kortavelta Íslendinga innanlands fyrstu 25 daga apríl var 4,1% minni en meðaldagsvelta í apríl í fyrra. Páskarnir setja svip sinn á línuritið að neðan sem sýnir innlenda kortaveltu á hverjum degi frá upphafi marsmánaðar og til 25. apríl sl. Líkt og í mars virðast margir flokkar verslunar ná að halda sínu striki á meðan töluverð veltuminnkun er í þjónustu.

Frekar verður rýnt í kortatölurnar í mánaðarlegri tilkynningu RSV sem berst fyrir miðjan maí.

22 views

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page