• Rannsóknasetur verslunarinnar

Erlend netverslun lítil í mars

Erlend netverslun Íslendinga, líkt og hún kemur fram í tollskráningu, dróst saman um 18% milli ára í mars og nam 195,3 milljónum að tollvirði í mánuðinum. Tollverð er verðmæti sendinga án skatta og gjalda. Netverslun frá Kína dróst mest saman í mars og minnkaði um meira en helming, fór úr 38,9 mkr. í mars 2019 niður í 19,2 mkr. í mars sl. Mikill samdráttur í netverslun frá Kína kemur ekki á óvart enda fór veirufaraldurinn fyrst af stað þar. Þá dróst netverslun frá Bandaríkjunum saman um 35% á milli ára, nam í 29,4 milljónum mars síðastliðnum en 45,5 milljónum í mars 2019. Minnst breyting var á netverslun frá Bretlandi en tollverð jókst um 1% í mars frá sama mánuði í fyrra. Á myndinni hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir stærstu upprunalönd netverslunar í marsmánuði. Tölurnar sýna tollverð samkvæmt tollafgreiðslu Skattsins á sendingum þar sem kaupandi er einstaklingur og verðmæti sendingar er minna en 300.000 kr.

Lítilsháttar lækkun í innlendum kortum hérlendis Kortavelta Íslendinga innanlands fyrstu 25 daga apríl var 4,1% minni en meðaldagsvelta í apríl í fyrra. Páskarnir setja svip sinn á línuritið að neðan sem sýnir innlenda kortaveltu á hverjum degi frá upphafi marsmánaðar og til 25. apríl sl. Líkt og í mars virðast margir flokkar verslunar ná að halda sínu striki á meðan töluverð veltuminnkun er í þjónustu.

Frekar verður rýnt í kortatölurnar í mánaðarlegri tilkynningu RSV sem berst fyrir miðjan maí.

Recent Posts

See All

Mikil verslun á veirutímum

Aukning hefur orðið á innlendri kortaveltu í verslun milli ára í hverjum mánuði frá því í mars síðastliðnum. Í októbermánuði versluðu Íslendingar vörur fyrir 42 milljarða kr. með kortum sínum og jókst

Smásöluvísitalan bergmálar kortaveltu tölur

Smásöluvísitalan hefur verið birt fyrir september mánuð. Líkt og innlendu kortaveltu tölurnar báru með sér, er mikil aukning á veltu milli ára í september. Til að mynda jókst sala á gólfefnum um 35,2%

Shopping Basket

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN!

© 2020 Rannsóknasetur verslunarinnar

Staðsetning:

  Háskólinn á Bifröst,
  311 Borgarbyggð,

  Sími: 533 3530 

  GSM: 868 4341 eða 868 8825