top of page

Erlendir ferðamenn ábyrgir fyrir 21,1% af heildarkortaveltu í júlí

Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 21,1% í júlí sl. og er nú að nálgast það sem áður var, fyrir kórónaveirufaraldurinn, en sama hlutfall var 31% í júlí 2019. Aukning erlendrar kortaveltu á milli mánaða nam rúmum 14 milljörðum kr.


Heildar greiðslukortavelta* í júlí sl. nam tæpum 109 milljörðum kr. Veltan hækkaði um 18,7% á milli mánaða og um 19,2% samanborið við júlí 2020.


Kortavelta erlendra ferðamanna


Kortavelta erlendra ferðamanna var 21,1% af heildarkortaveltu í júlí sl. og nálgast nú það sem þekktist fyrir kórónaveirufaraldurinn, en sama hlutfall var 31% í júlí 2019 sem er síðasti venjulegi júlí mánuður fyrir kórónaveirufaraldur. Í júní sl. var sama hlutfall 9,42%.

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis var 127,2% hærri í júlí sl. en í júlí í fyrra. Aukning erlendrar kortaveltu á milli mánaða nam rúmum 14 milljörðum kr.


Ferðamenn frá Bandaríkjunum eru enn ábyrgir fyrir stærstum hluta erlendrar kortaveltu hér á landi eða 47,9% miðað við veltuna í júlí sl.

Kortavelta Íslendinga hérlendis


Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam 85,8 milljörðum kr. í júlí sl. og var 5,7% hærri en í júlí í fyrra. Veltan skiptist nokkuð jafnt á milli verslunar og þjónustu en 55,3% kortaveltu Íslendinga hérlendis fóru í verslun og 44,6% í þjónustu.


Kortavelta Íslendinga hérlendis í verslun var 6,2% hærri í júlí sl. en í júlí í fyrra. Stórmarkaðir og dagvöruverslanir veltu 41,7% af heildinni í júlí sl. en sá flokkur er viðvarandi langstærstur í veltu Íslendinga hérlendis. Þar á eftir koma byggingavöruverslanir með 8,7% af heildarveltu í verslun, áfengisverslun með 8,4% og fataverslanir með 8,2%. Vert er að taka fram að tölurnar er unnar eftir þeim flokki sem hver verslun er skráð í, en ekki út frá einstaka vöruflokkum sem seldir eru í hverri verslun.



Um gögnin

  • Upplýsingar byggðar á kortaveltugögnum frá færsluhirðum, nánar tiltekið Valitor, Borgun, Kortaþjónustan og Netgíró. Gögnin koma frá færsluhirðum niðurbrotin á verslun og vefverslun.

  • Gögnin innhalda ekki einkaneyslulán (raðgreiðslur, yfirdráttur o.þ.h).

  • Tímabilið er almanaksmánuðir (ekki hefðbundið kortatímabil).

  • Gögnin innhalda bæði debet og kreditkort, einstaklinga og fyrirtækja (Fyrirtækjakort c.a. 8% af veltunni fyrir árið 2020).

  • Gögnin sýna þróun á breytilegu verðlagi.

Nánari upplýsingar veitir

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

Forstöðumaður RSV

sigrun@rsv.is

S: 822-1417


*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé

117 views

Commentaires


bottom of page