• Rannsóknasetur verslunarinnar

Hóflegri hækkun í kortunum innanlands

Innlend kortavelta Íslendinga jókst hóflega milli ára í ágúst, sérstaklega í samanburði við kraftmikla kortaveltu maí til júlí. Tæplega tveggja prósenta aukning var í ágúst frá sama mánuði í fyrra en til samanburðar var árshækkun mánaðanna þriggja á undan 14-18%. Heildarvelta íslenskra korta hérlendis nam 70,7 milljörðum kr. í ágúst, þar af fóru 39,9 milljarðar í verslun. Verslun á netinu nam 2,1 milljörðum og tvöfaldaðist milli ára.

Enn er kortavelta stórmarkaða og dagvöruverslana óvenjuhá og jókst hún um 13% í ágúst samborið við fyrra ár. Á milli mánaða dróst veltan þó saman um 7,9%. Minni veltu í flokknum í ágúst samanborið við júlí má meðal annars skýra með því að föstudag í verslunarmannahelgi bar upp í júlí í ár en ágúst í fyrra. Þá var júlí óvenju veltuhár miðað við síðastliðin ár og raunar metmánuður í kortaveltu, bæði í dagvöruverslun og kortaveltu Íslendinga alls.

Í öðrum flokkum verslunar var nokkur aukning á milli ára í ágúst, hlutfallslega var mest aukning í flokki raf- og heimilistækja eða 35,8%. Velta þess flokks nam 2,9 milljörðum kr. og þar af 396 milljónum í netverslun.

Innlend kortavelta byggingavöruverslana nam 3,3 milljörðum í ágúst síðastliðnum, jókst veltan um 23% samanborið við sama tíma í fyrra. Þá veltu innlend kort 2,6 milljörðum í verslunum með heimilisbúnað.

Innlend kortavelta í gistiþjónustu dróst saman um 42% milli mánaðanna júlí og ágúst en á milli ára var aukningin tæp 70%, nam velta flokksins 1,3 milljarði kr. Mikill samdráttur var í veltu ferðaskrifstofa milli ára, var lækkunin 83% og nam velta innlendra korta í flokknum 262 milljónum kr. Innlend kortavelta veitingaþjónustu var nánast óbreytt milli ára.Talnaefni

Recent Posts

See All

Mikil verslun á veirutímum

Aukning hefur orðið á innlendri kortaveltu í verslun milli ára í hverjum mánuði frá því í mars síðastliðnum. Í októbermánuði versluðu Íslendingar vörur fyrir 42 milljarða kr. með kortum sínum og jókst

Smásöluvísitalan bergmálar kortaveltu tölur

Smásöluvísitalan hefur verið birt fyrir september mánuð. Líkt og innlendu kortaveltu tölurnar báru með sér, er mikil aukning á veltu milli ára í september. Til að mynda jókst sala á gólfefnum um 35,2%

Shopping Basket

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN!

© 2020 Rannsóknasetur verslunarinnar

Staðsetning:

  Háskólinn á Bifröst,
  311 Borgarbyggð,

  Sími: 533 3530 

  GSM: 868 4341 eða 868 8825