Hrávöruvísitalan í maí
- Rannsóknasetur verslunarinnar
- 4 days ago
- 1 min read
RSV hefur birt hrávöruverðsvísitölur maímánaðar á innri vef sínum, veltan.is
Gull heldur áfram að hækka í verði og hefur ekki verið hærra frá upphafi mælinga. Aukna eftirspurn eftir gulli má helst rekja til aukinnar óvissu á mörkuðum og spennu í alþjóðlegum samskiptum sem rekur fjárfestingar yfir í það sem teljast öruggari kostir.
Verð á kókosolíu heldur áfram að stíga og er verð á tonni orðið það hæsta frá upphafi. Talið er að ástæður hækkana liggi helst í minni uppskeru en áætlað var á ræktunarsvæðum en einnig til aukinnar eftirspurnar frá framleiðendum matvæla og snyrtivara.
Síðustu misseri hafa fréttir af verðhækkunum á kaffi og kakói vakið athygli en í maí hækkaði verð líttilega eftir sl. mánuði. Verðið hefur ekki náð sama hámarki og í janúar og febrúar. Verð á appelsínum og nautakjöti fer lækkandi.
RSV birtir mánaðarlega hrávöruverðsvísitölur þar sem fylgst er með verðþróun hrávara á mörkuðum.
