Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) tekur reglulega saman innflutnings- og heimsmarkaðstölur hráefna og birtir þær í mælaborði verslunarinnar. Nú hafa verið birtar tölur fyrir júlí og ágúst, og meðal þess sem vekur athygli er veruleg aukning í innflutningi á sykri í júlí, þar sem nánast tvöföldun hefur átt sér stað í magni og verðmæti. Enginn samdráttur er sjáanlegur í innflutningi á sælgæti, en áhugavert verður að fylgjast með hvort breytingar verði síðar á árinu eða hvort búist sé við auknum jólabakstri.
top of page
bottom of page
Comments