Heildar greiðslukortavelta* hérlendis nam rúmum 1.222 milljörðum kr. árið 2022 og jókst um 19,1% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Að raunvirði jókst veltan um 6% á milli ára.
Kortavelta innlendra greiðslukorta hérlendis nam rúmum 973,9 milljörðum kr. árið 2022 og jókst um 7,9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Að raunvirði dróst veltan saman um -4,4% á milli ára. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 248,3 milljörðum kr. árið 2022 og jókst um 101,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Að raunvirði jókst veltan um 89,5% á milli ára
Nánar má lesa um kortaveltu á Íslandi árið 2022 í árlegri samantekt RSV hér.
Við vekjum athygli á breytingum sem gerðar hafa verið á tímaröð kortaveltu RSV um innlenda greiðslumiðlun á árinu. Þann 1. nóvember 2022 voru tímaraðir kortaveltu RSV yfir farnar og eftirfarandi leiðréttingar gerðar afturvirkt:
Kortaveltu erlendra ferðamanna hjá fyrirtækjum með MCC kóða tengda flugrekstri sem áður hafði verið núlluð út, var bætt inn í tímaröðina.
Kortavelta í áfengisverslunum fyrir tímabilið maí 2019 - maí 2021 var leiðrétt til samræmis við rétt gagnaskil frá færsluhirðum.
Ofantaldar leiðréttingar höfðu áhrif á heildasummur kortaveltu RSV sem voru einnig uppfærðar til samræmis.
Á tímabilinu mars 2021 til október 2022 komu gögn með röngum landakóðum fyrir hluta af kortaveltu greiðslukorta með eftirfarandi útgáfulönd; Bretland, Danmörku og Svíþjóð. Þetta var leiðrétt í byrjun desember 2022 og rétt skipting veltunnar niður á landakóða lagfærð í tímaröðinni.
Á síðari hluta ársins 2022 má greina mikla aukningu í úttektum á reiðufé. Sú aukning er
tilkomin vegna breytinga hjá gagnaskilaaðila en ekki vegna breytinga á neysluhegðun korthafa. Um er að ræða viðbótarupplýsingar sem bættust í gagnasafn RSV en voru áður hjá Reiknistofu bankanna.
Nánari útskýringar um kortaveltu RSV má nálgast í lýsigögnum kortaveltu. Nánari um greiðslukortaveltu innanlands og aðra tölfræði RSV hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir
Forstöðumaður RSV
sigrun@rsv.is
S: 533-3530
*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta og opinber gjöld. Úttektir innlendra greiðslukorta á reiðufé eru ekki með í heildar greiðslukortaveltu.