top of page

Ferðamenn frá Rússlandi heyra nánast sögunni til

Heildar greiðslukortavelta* í apríl sl. nam rúmum 94,5 milljörðum kr. og jókst um 34,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.


Innlend kortavelta í verslun jókst um rúm 7,4% á milli ára og þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 37%, miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 14 milljörðum kr. í apríl sl. og jókst um 1,2% á milli mánaða. Ef vísitala erlendrar kortaveltu er skoðuð má sjá að stutt er í að erlend ferðamanna velta nái því sem eðlilegt þótti fyrir heimsfaraldur.


Ferðamenn frá Rússlandi heyra nú nánast sögunni til en velta af erlendum kortum sem gefin eru út í Rússlandi dróst saman um -99% á milli ára. Í skýrslu RSV um árið í verslun, sem gefin var út í mars sl., kemur fram að hver ferðamaður frá Rússlandi hafi eytt 59.921 kr. í verslun hérlendis árið 2021. Ferðamenn frá Rússlandi skipuðu sér þar í þriðja sæti þeirra þjóða sem eyddu mestu í verslun hérlendis það árið, á eftir Norðmönnum og Finnum.


Nánar má lesa um kortaveltu í apríl s.l. í mánaðarlegri samantekt RSV hér fyrir neðan:


159 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page