top of page

Kortaveltutölur litaðar af upphafi COVID faraldursins

Heildar greiðslukortavelta* nam 72,2 ma í mars síðastliðnum og jókst um 14% samanborið við mars í fyrra og um +12% samanborið við febrúar 2021. Innlend kortavelta óx um 25% en erlend kortavelta dregst hinsvegar ennþá mikið saman, alls 72% milli ára.


Greiðslukortavelta Íslendinga hérlendis heldur áfram að aukast og greinist 13,9 ma á milli ára, á milli mánaða nam aukningin 7 ma (feb vs. mars).


Erlend greiðslukortavelta hérlendis heldur áfram að dragast saman og nam einungis 1.9 ma í mars sl. samanborið við tæplega 7 ma í mars 2020 (-72%), milli mánaða (feb vs. mars) jókst veltan hinsvegar um 559 milljónir kr.


*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé.

Verslun og þjónusta

Heildar greiðslukortavelta í verslun og þjónustu í mars nam 70,3 ma og óx um 24,6% samanborið við mars 2020 sem er auking um 13,9 ma. Á milli mánaða (feb vs. mars) nam aukningin 7 ma eða um 11%.


Verslun

Heildar greiðslukortavelta í verslun nam 41,6 ma í mars 2021, vex um 29% milli ára (+9,38 ma), aukning milli mánaða var 14%. Aukning er bæði í hefðbundinni verslun sem og í vefverslun á milli ára. Hefðbundin verslun óx um 8,4 ma (+28%) og vefverslun óx um 936 milljónir (+55%) milli ára. Vefverslun sem hlutfall af heildarverslun vex úr 5% í mars 2020 í 6,3% 2021. Vefverslun vex því úr 5,9% í febrúar í 6,3% í mars.

Velta vex í öllum stærstu vöruflokkum heildarverslunar milli ára (+9,38 ma). Hlutfallslega mesta aukningin milli ára er í fataverslunum sem vex um 115% en í krónum talið er mesta aukningin í stórmörkuðum og dagvöruverslun sem vex um 2,5 ma (+18%). Tollfrjáls verslun dregst saman um 86% en áfengisverslun vex um 47% milli ára.


Svipuð þróun átti sér stað í netverslun sem vex um alls 55% milli ára eða um 936 milljónir. Eyðsla í lyfja, heilsu og snyrtivöruverslunum vex hlutfallslega mest í vefverslun á milli ára, alls 82%, velta í byggingavöruverslunum vex um 59% á meðan velta vex um 47% í verslunum með heimilisbúnað.

Hlutfallslega mesta aukningin í hefðbundinni verslun (e. in-store) var í fataverslunum, sem vex um 141%. Byggingavöruverslun vex um 38% og dagvöruverslun um 13%. Þá var einnig töluverð aukning í veltu verslana með heimilisbúnað í hefðbundinni verslun, 75% milli ára.

Þjónusta

Velta í innlendri þjónustu var 28,6 ma í mars, 18% aukning mælist á milli ára og mælist 11% vöxtur samanborið við febrúar. Heildarvelta þjónustu í vefverslun var 6,6 ma, aukning um 8,1% milli ára.


Erlend kortavelta

Mikill samdráttur er ennþá í erlendri kortaveltu, bæði milli ára og mánaða. Í mars nam erlend kortavelta 1,9 ma, og dregst saman -5ma (-72%) samanborið við mars 2020 en vex um 559 milljónir (41%) samanborið við febrúar 2021.70 views

Comments


bottom of page