top of page

Menningar- og viðskiptaráðuneytið heldur áfram stuðningi við RSV

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tryggt áframhaldandi samstarf við Menningar- og viðskiptaráðuneytið til næstu tveggja ára eða út árið 2025. Lilja B. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar skrifuðu undir samning þess efnis á dögunum.


Rannsóknasetur verslunarinnar sem fagnar 20 ára afmæli á árinu mun halda áfram að annast rannsóknir og sinna tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar- og þjónustugreinar á Íslandi ásamt því að fylgjast með kortaveltu Íslendinga og ferðamanna á Íslandi og miðla henni í gegnum Veltuna.





22 views

コメント


bottom of page