top of page

Metinnflutningur á kartöflum

RSV birtir mánaðarlega innflutningsupplýsingar fyrir valda vöruflokka á veltan.is. Þar eru birt gögn um innflutningsverðmæti vöruflokka í dagvöru, bílum, raftækjum og byggingavörum.


Tölur um innflutning í apríl hafa nú verið birtar og vekur þar athygli að aldrei hefur verið flutt til landsins jafn mikið af kartöflum í apríl milli ára. Hvort sem miðað er við verðmæti eða tonnafjölda er vöxturinn mikill. Þess má geta að kartöfluuppskera síðasta sumars á Íslandi var sú minnsta í í rúm 30 ár sem getur skýrt aukinn innflutning það sem af er ári upp á 20-34% eftir mánuðum (í tonnum).


RSV býður fyrirtækjum ítargreiningar á verslun, þjónustu og innflutningi. Ef þitt fyrirtæki vantar upplýsingar sendu línu á rsv@rsv.is og við skoðum með þér hvaða gögn eru til.


Innflutningur á kartöflum í aprílmánuði frá 2015 (magn í tonnum).
Innflutningur á kartöflum í aprílmánuði frá 2015 (magn í tonnum).

Innflutningur á kartöflum í aprílmánuðu frá 2015 (verðmæti í milljónum).
Innflutningur á kartöflum í aprílmánuðu frá 2015 (verðmæti í milljónum).

 
 
bottom of page