Bílasala milli ára jókst um 26,1% á milli ára breytilegu verðlagi eða 14,7% á föstu verðlagi. Vísitala bílasölu hefur aldrei verið hærri frá upphafi mælinga árið 2010.
Þá er 1,8% hækkun á milli ára á matarkörfunni (stórmarkaðir og matvöruverslunum) á föstu verðlagi eða 14,1% á breytilegu verðlagi.
RSV reiknar og birtir vísitölu smásöluverslunar á tveggja mánaða fresti. Vísitalan sýnir þróun í veltu verslana í ýmsum greinum smásölu, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, á milli tímabila sem spanna tvo mánuði í senn. Vísitalan er birt bæði á föstu og breytilegu verðlagi og árstíðaleiðrétt. Fast verð miðast við viðeigandi undirvísitölur vísitölu neysluverðs.
| 2022 | 2023 |
janúar / febrúar | 19,8 | 21,3 |
mars / apríl | 31,9 | 39,2 |
maí / júní | 43,6 | 55,6 |
Tölur eru í milljörðum króna.
Hægt er að nálgast vísitölu smásöluverslunar inn á Sarpinum.
Comments