top of page

Nýr forstöðumaður RSV

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Sigrún tekur við starfinu af Dr. Eddu Blumenstein, sem tekur sæti í stjórn RSV.

Sigrún lauk MSc-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 auk þess sem hún hefur diplómu í stjórnun og stefnumótun. Sigrún hefur undanfarið ár stundað nám í hagnýtri tölfræði við sama skóla.


Sigrún gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra hjá Félagi íslenskra náttúrufræðinga innan Bandalags háskólamanna en hún hafði fyrir það starfað í nokkur ár sem verkefnastjóri hjá þjónustuskrifstofu fimm aðildar stéttarfélaga Bandalags háskólamanna. Sigrún hóf starfsferil sinn sem hagfræðingur á Hagstofu Íslands en þar starfaði hún bæði við gagnaöflun og sem sérfræðingur á efnahagssviði.127 views

Comments


bottom of page