top of page

Veltan verður til

Rann­sókna­set­ur versl­un­ar­inn­ar hef­ur sett í loftið mæla­borð þar sem stjórn­end­ur fyr­ir­tækja geta fylgst með straum­um og stefn­um í versl­un og þjón­ustu. Lausn­in ber nafnið Velt­an, en mæla­borðið fylg­ist með korta­veltu Íslend­inga sem er sett niður á flokka í versl­un og þjón­ustu. Einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með net­versl­un hérna heima og hversu miklu við eyðum í net­versl­un er­lend­is.


Magnús Sig­ur­björns­son, for­stöðumaður Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar, seg­ir að um sé að ræða áskrift­ar­leið sem sé í boði bæði fyr­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki.


„Það er mik­il­vægt fyr­ir fyr­ir­tæki að fylgj­ast með þróun gagna og við bjóðum upp á gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem tengj­ast stefn­um og straum­um í versl­un og þjón­ustu. Við höf­um áður boðið upp á aðgang að alls kyns gögn­um og það hef­ur reynst mörg­um stjórn­end­um í at­vinnu­líf­inu nyt­sam­legt en með þess­ari nýju lausn von­umst við til að fá fleiri inn í kerf­in okk­ar,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að mæla­borðið bjóði upp á fjöl­breytt úr­val gagna.


„Það ber helst að nefna korta­veltu Íslend­inga og net­versl­un bæði inn­an­lands og er­lend­is. En við erum einnig með smá­sölu­vísti­tölu og þar reyn­um við að meta stærð markaða í þess­um geir­um,“ seg­ir Magnús.


Rann­sókna­set­ur versl­un­ar­inn­ar hef­ur í gegn­um tíðina fylgst með neyt­enda­hegðun Íslend­inga. Magnús seg­ir að stofn­un­in hafi sett mæla­borð á lagg­irn­ar í fyrra en mark­miðið með velt­an.is sé að auka sýni­leika gagn­anna.


„Við erum núna að draga þetta úr skel­inni og búa til meiri vöru úr þessu. Við ætl­um að fylgja því eft­ir með því að hitta fólk og fyr­ir­tæki. Áhuga­sam­ir geta fengið stutt­an kynn­ing­ar­fund á net­inu inni á síðunni okk­ar.“


Magnús seg­ir að viðtök­urn­ar við mæla­borðinu hafi verið mjög góðar og að hann von­ist til að stofn­un­in nái til enn fleiri með til­komu nýju lausn­ar­inn­ar.


„Það er mikið horft til þess sem við erum að gera, sér­stak­lega korta­velt­unn­ar og net­versl­un­ar,“ bæt­ir hann við.


Spurður hvað sé fram und­an hjá Rann­sókna­setri versl­un­ar­inn­ar seg­ir Magnús að það sé fyrst og fremst að vekja at­hygli á nýju lausn­inni og kynna hana fleir­um.


„Það er ým­is­legt í gangi hjá okk­ur. Við erum um þess­ar mund­ir að ein­beita okk­ur að því að þróa þessa nýju lausn og kynna hana. Við von­umst einnig til að þegar fram líða stund­ir mun­um við stækka ennþá meira og jafn­vel bjóða upp á fleiri upp­lýs­ing­ar. Það verður þó að koma í ljós,“ seg­ir Magnús.


Viðtal í Morgunblaðinu 23. september 2023.

52 views
bottom of page