top of page

Verslað fyrir 16,8 milljarða króna í erlendri netverslun

Íslendingar hafa verslað í erlendri netverslun 16,8 milljarða króna það sem af er á árinu (janúar - ágúst 2023). Þetta er aukning upp á 12,3% á milli ára en á síðasta ári á sama tímabili höfðum við verslað fyrir 14,95 milljarða króna.

Þá hefur fataverslun í erlendri netverslun dregist saman en hún hækkar um 4,4% á milli ára í ágúst samanborið við 13,2% hækkun milli ára í júlí og 33,3% hækkun milli ára í júní.


Gögnin eru unnin af Rannsóknasetri verslunarinnar og Tollsviði Skattsins. RSV fær mánaðarlegar skýrslur frá tollafgreiðslu Skattsins. Þær innihalda upplýsingar frá innlendum tollmiðlurum, Íslandspósti og þeim fyrirtækjum sem vitað er til að flytji inn einstaklings sendingar frá erlendum netverslunum.


Nánari upplýsingar um tölur á öðrum mörkuðum í erlendri netverslun má nálgast inn á Veltunni, www.veltan.is.


54 views

Comments


bottom of page