top of page

9,6% samdráttur í byggingavöruverslunumá milli ára

9,6% samdráttur er í byggingavöruverslun á breytilegu verðlagi samkvæmt nýrri smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Smásöluvísitalan er nú aðgengileg inni á Veltunni með tilliti til nóvember og desember 2023.


Nokkrir punktar úr nýjustu smásöluvísitölunni:

  • Dagvöruverslunarvísitalan hækkar um 11,5% á breytilegu verðlagi, 0,9% á föstu verðlagi.

  • Áfengisverslanavísitalan hækkar um 1,4% á breytilegu verðlagi en það er samdráttur um 4,8% á föstu verðlagi.

  • Fataverslunarvísitalan hækkar um 6,6% á breytilegu verðlagi, hækkar um 1,6% á föstu verðlagi.

  • Byggingavöruverslunarvísitalan dregst saman um 9,6% á breytilegu verðlagi og 13,3% á föstu verðlagi. Kortaveltutölur RSV sýna svipaða þróun eða 6,9% samdrátt á sama tíma á breytilegu verðlagi.

Nánari upplýsingar um smásöluvísitöluna má nálgast inn á Veltunni undir Vísitölur.


RSV reiknar og birtir vísitölu smásöluverslunar á tveggja mánaða fresti. Vísitalan sýnir þróun í veltu verslana í ýmsum greinum smásölu, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, á milli tímabila sem spanna tvo mánuði í senn. Vísitalan er birt bæði á föstu og breytilegu verðlagi og árstíðaleiðrétt. Fast verð miðast við viðeigandi undirvísitölur vísitölu neysluverðs.

21 views

Comments


bottom of page