Um Rannsóknasetur verslunarinnar

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi rannsóknasetursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til fyrirtækja og almennings. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra  tölfræði sem stjórnendur í verslun þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma.

Sagan
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) var stofnað árið 2004. Að því standa Háskólinn á Bifröst, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisið, VR, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið. Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar sértekna með rannsóknastyrkjum og vegna verkefnavinnu fyrir fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.

 

Meðal verkefna
Meðal verkefna Rannsóknasetursins er mánaðarleg vinnsla og birting hagtalna um verslun: Kortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna er birt aðgengilega á vef RSV. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum. Smásöluvísitalan er veltuvísitala úrtaks verslana í nokkrum flokkum smásölu.

 

Nánar um RSV í ritinu: Rannsóknasetur verslunarinnar 2004 - 2017
 

Nánari upplýsingar um Rannsóknarsetrið veitir forstöðumaður þess:

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

email: sigrun@rsv.is

sími: 822-1417

Stjórn RSV skipa:

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)

Edda Blumenstein

Harpa Thedórsdóttir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Háskólinn á Bifröst

Jón Snorri Snorrason

VR

Viðar Ingason

Bílgreinasambandið

María Magnúsdóttir (formaður)
 

Starfsfólk:

Forstöðumaður

Sérfræðingur

Staðsetning:

Háskólinn á Bifröst,
311 Borgarbyggð,

Sími: 533 3530 

Boutique Clothing Shop

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun