top of page

VERKEFNI & ÞJÓNUSTA

RSV er óháður rannsóknaraðili sem leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi. Við gerum okkur far um að fylgjast með neysluhegðun og hagtölum í verslun og þjónustu og vísbendingum um þróun þessara greina bæði hér heima og erlendis. Við leggjum okkur fram við að hafa allar upplýsingar, vísitölur og aðra  tölfræði, aðgengilegar á einum stað fyrir viðskiptavini RSV. Upplýsingar og ráðgjöf RSV getur bæði gagnast við ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma.

Modern Work Space
Getting Coffee
Business Meeting

Sérsniðin þjónusta fyrir þig

Hægt er að panta hin ýmsu sérverkefni, greiningar og kynningar um þróun og breytingum er varða verslun, þjónustu og neysluhegðun, túlkun á hagtölum og hagnýtar rannsóknir á sviði verslunar og þjónustu.

Endilega hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þínum áskorunum!

Kortavelta innanlands

RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á lokuðum innri vef, Sarpi RSV. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.

Hægt er að kaup aðgang að Sarpi RSV í áskrift.

Rannsóknasamstarf 

Samstarfsvettvangur Háskólana á Bifröst og RSV felur í sér að unnin eru 8 rannsóknarverkefni fyrir RSV eða í samstarfi við RSV á ári.  Um er að ræða sérmörkuð verkefni, tengd verslun og þjónustu, sem unnin eru af nemendum í umsjón og leiðbeiningu kennara við skólann. 

Endilega hafið samband til að sérsníða rannsónnarverkefni að ykkar þörfum!

bottom of page