top of page

LÝSIGÖGN RSV

SÍÐAST UPPFÆRT: 24. janúar 2023

Á notendavef RSV, Sarpinum, má finna allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Allt aðgengilegt á einfaldan og þægilegan hátt og allt á einum stað. Markmið RSV er að hafa allar upplýsingar er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað.

Á Sarpinum má finna:

  • Mælaborð verslunarinnar þar sem aðgengilegar eru allar helstu tölfræðiupplýsingar um verslun á einum stað.

  • Kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum.

  • Vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV.

  • Útgáfusvæði þar sem útgáfur og rannsóknir RSV eru aðgengilegar.

Hér geta notendur nálgast lýsigögn tölfræðiupplýsinga á Sarpi RSV:

bottom of page