top of page

Bílasala eykst milli ára

Talsverð aukning hefur verið í bílasölu en hún eykst milli ára um 6,3% á föstu verðlagi (20,6% á breytilegu verðlagi) samkvæmt nýrri smásöluvísitölu RSV. Þá er örlítil hækkun í matvöruverslunum milli ára eða 0,8% á föstu verðlagi (13,4% á breytilegu verðlagi).


RSV reiknar og birtir vísitölu smásöluverslunar á tveggja mánaða fresti. Vísitalan sýnir þróun í veltu verslana í ýmsum greinum smásölu, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, á milli tímabila sem spanna tvo mánuði í senn. Vísitalan er birt bæði á föstu og breytilegu verðlagi og árstíðaleiðrétt. Fast verð miðast við viðeigandi undirvísitölur vísitölu neysluverðs.


Hægt er að nálgast vísitölu smásöluverslunar inn á Sarpinum.64 views

Comments


bottom of page