top of page

Erlend kortavelta dróst saman um 60%

Kortavelta erlendra ferðamanna án flugsamgangna dróst snarpt saman í mars eða um 60% samanborið við fyrra ár. Heildarkortavelta erlendra korta nam 6,95 milljörðum kr. en leita þarf allt aftur til janúar árið 2015 til þess að finna lægri kortaveltu samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Verulegur samdráttur var í mars, í öllum flokkum kortaveltu sem Rannsóknasetrið birtir. Mestur hlutfallslegur samdráttur varð í flokkunum ýmis ferðaþjónusta, 75,8% en sá flokkur inniheldur meðal annars skipulagðar ferðir og þjónustu ferðaskrifstofa. Í krónum talið munar mest um samdrátt í áðurnefndum flokk ýmis ferðaþjónusta auk gistiþjónustu. Að öllu jöfnu eru þessir tveir flokkar þeir veltuhæstu í gögnum Rannsóknasetursins yfir erlenda kortaveltu. Velta í flokki gistiþjónustu nam 1,8 milljörðum kr. í mars 2020 og lækkaði um 2,53 milljarða á milli ára og velta í flokknum ýmis ferðaþjónusta nam tæpum 800 milljónum og dróst saman um 2,5 milljarða frá mars í fyrra. Erlend kortavelta í veitingaþjónusta nam 931 milljónum kr. og dróst saman um 58% á milli ára. Kortavelta bílaleiga dróst  saman um 64% og nam 565 milljónum kr. í mars eða einum milljarði króna lægra í ár en í fyrra.

Minnstur var hlutfallslegur samdráttur í flokki verslunar og nam heildarverslun 1,38 milljörðum kr. Í krónum talið nam lækkunin 1,15 milljarði á milli ára í mars. Mestu munaði þar um samdrátt í dagvöruverslun. Kortavelta í dagvöruverslun nam 449 milljónir kr. hjá erlendum ferðamönnum í mánuðinum. Dróst hún saman um 311 milljónir á milli ára, á milli mánaða dróst veltan saman um 28%. Samanlögð velta fata-, gjafa- og minjagripaverslana nam 375 milljónum í mars 2020, hlutfallslega dróst veltan saman um 55% samanborið við fyrra ár. Talnaefni eftir útgjaldaliðum Talnaefni eftir þjóðerni

6 views

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page