Erlend kortavelta nálgast frostmark

Kortavelta erlendra ferðamanna hefur dregist ört saman undanfarna daga og vikur líkt og viðbúið var. Myndin að neðan sýnir bráðabirgðatölur fyrir erlenda kortaveltu, dag fyrir dag í mars í hlutfalli við sama dag marsmánaðar í fyrra. Síðastliðinn föstudag nam erlend kortavelta einungis 23% þess sem hún nam á sama degi í fyrra.

Erfiðara er að lesa í innlenda kortaveltu Íslendinga, en miðað við fyrstu þrjár vikur mars var veltan dagana 1. til 7. mars 2020, 23% hærri en á sama tíma í fyrra. Í annarri viku mars var veltan 82% af veltu síðasta árs. En á þeim tíma féllu inn dagarnir þar sem samkomubann var kynnt. Velta í dagvöruverslun var ríflega tvöfalt meiri dagana 12. og 13. mars en sömu daga í fyrra en þá daga fjölluðu fjölmiðlar um að landinn væri að hamstra mat. Um bráðabirgðatölur er að ræða en hægt verður að leggja frekara mat á veltu eftir flokkum þegar marsmánuður verður gerður upp.


Boutique Clothing Shop

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun