• Rannsóknasetur verslunarinnar

Erlend kortavelta nálgast frostmark

Kortavelta erlendra ferðamanna hefur dregist ört saman undanfarna daga og vikur líkt og viðbúið var. Myndin að neðan sýnir bráðabirgðatölur fyrir erlenda kortaveltu, dag fyrir dag í mars í hlutfalli við sama dag marsmánaðar í fyrra. Síðastliðinn föstudag nam erlend kortavelta einungis 23% þess sem hún nam á sama degi í fyrra.

Erfiðara er að lesa í innlenda kortaveltu Íslendinga, en miðað við fyrstu þrjár vikur mars var veltan dagana 1. til 7. mars 2020, 23% hærri en á sama tíma í fyrra. Í annarri viku mars var veltan 82% af veltu síðasta árs. En á þeim tíma féllu inn dagarnir þar sem samkomubann var kynnt. Velta í dagvöruverslun var ríflega tvöfalt meiri dagana 12. og 13. mars en sömu daga í fyrra en þá daga fjölluðu fjölmiðlar um að landinn væri að hamstra mat. Um bráðabirgðatölur er að ræða en hægt verður að leggja frekara mat á veltu eftir flokkum þegar marsmánuður verður gerður upp.


Recent Posts

See All

Mikil verslun á veirutímum

Aukning hefur orðið á innlendri kortaveltu í verslun milli ára í hverjum mánuði frá því í mars síðastliðnum. Í októbermánuði versluðu Íslendingar vörur fyrir 42 milljarða kr. með kortum sínum og jókst

Smásöluvísitalan bergmálar kortaveltu tölur

Smásöluvísitalan hefur verið birt fyrir september mánuð. Líkt og innlendu kortaveltu tölurnar báru með sér, er mikil aukning á veltu milli ára í september. Til að mynda jókst sala á gólfefnum um 35,2%

Shopping Basket

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN!

© 2020 Rannsóknasetur verslunarinnar

Staðsetning:

  Háskólinn á Bifröst,
  311 Borgarbyggð,

  Sími: 533 3530 

  GSM: 868 4341 eða 868 8825