top of page

Erlend netverslun eykst milli ára

*Eitt sendingafyrirtæki lenti í tæknilegum vandamálum nú í júlí. Þetta leiddi til þess að fyrirtækið náði ekki að senda öll gögn fyrir júlí mánuð á réttum tíma þannig að mikið af sendingunum hjá þeim færist yfir á ágústmánuð.


Erlend netverslun nemur 2,04 milljörðum króna í júlí 2023. Það er 12,1% aukning milli ára. Netverslunarvísir RSV stendur í 92,5 og lækkar milli mánaða um 16,6%.

Mikil aukning hefur verið á árinu í flokknum 'Lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslanir' en er 86,3% aukning á milli ára.


Gögnin eru unnin af Rannsóknasetri verslunarinnar og Tollsviði Skattsins. RSV fær mánaðarlegar skýrslur frá tollafgreiðslu Skattsins. Þær innihalda upplýsingar frá innlendum tollmiðlurum, Íslandspósti og þeim fyrirtækjum sem vitað er til að flytji inn einstaklings sendingar frá erlendum netverslunum. Ítarlegri upplýsingar má finna í Netverslunarvísi RSV á Sarpinum.

53 views

コメント


bottom of page