top of page

Erlend netverslun eykst um 23,9% á milli ára

Erlend netverslun í september nam 2,26 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum sem RSV fær frá Tollinum. Erlend netverslun hækkaði um 23,9% á milli ára á breytilegu verðlagi en hækkaði aðeins 0,7% á milli mánaða.


Innflutningur einstaklinga á áfengi hefur dregist saman um 32,5% á árinu en 18,1% aukning hefur verið í netverslun innanlands í áfengi á milli ára samkvæmt síðustu kortaveltutölum. Þá hefur innflutningur á fatnaði og skóm aukist um 14,5% á milli ára. Nánari upplýsingar um erlenda netverslun má finna á Vísitölusvæðinu í Veltunni.


Gögnin eru unnin af Rannsóknasetri verslunarinnar og Tollsviði Skattsins. RSV fær mánaðarlegar skýrslur frá tollafgreiðslu Skattsins. Þær innihalda upplýsingar frá innlendum tollmiðlurum, Íslandspósti og þeim fyrirtækjum sem vitað er til að flytji inn einstaklings sendingar frá erlendum netverslunum.

35 views

Comments


bottom of page