top of page

Erlend netverslun frá Kína tvöfaldast

Íslendingar flytja inn rúmlega 11 þúsund vörur á dag miðað við nýjar tölur um erlenda netverslun í apríl

Erlend netverslun í apríl 2024 nam 2,64 milljörðum króna en það er aukning um 53,9% á milli ára. Nánast allir vöruflokkar sem RSV fylgist með taka mikinn kipp á milli ára. Við fluttum inn 333.484 vörur í apríl en það nemur 11.116 vörum á dag en síðan RSV byrjaði að fá gögn um erlenda netverslun í janúar 2022 hafa aldrei fleiri vörur verið fluttar inn í einum mánuði. 


Tvöföldun frá Kína í apríl


Við sjáum merki þess að netverslun frá Kína er að aukast en þó að árið hafi farið rólega af stað er tvöföldun í erlendri netverslun frá Kína í apríl 2024 eða 99,52%. Á árinu nemur hlutdeild frá Kína 22,38%, þar af um hálfur milljarður króna í apríl 2024 og þar af um 350 milljónir króna í föt og skó.


Rannsóknasetur verslunarinnar hefur haldið úti netverslunarvísi RSV frá því í janúar 2022 með því að fá gögn um erlenda netverslun Íslendinga frá Tollinum. Vísitalan sýnir breytingu í umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gagnvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Vísitalan miðast við breytilegt verðlag.


64 views

Komentáře


bottom of page