• Rannsóknasetur verslunarinnar

Kortavelta erlendra ferðamanna ennþá í frosti

Líkt og undanfarna mánuði hefur kortavelta erlendra ferðamanna mátt muna fífil sinn fegurri. Eftir að sóttvarnaraðgerðir á landamærum voru hertar í lok ágústmánaðar, var ljóst að ferðamönnum ætti eftir að fækka hratt aftur eftir aðeins líflegra sumar. Í septembermánuði síðastliðnum nam heildarvelta á erlendum kortum 2,4 milljörðum kr. Samdráttur í veltu milli ára í mánuðinum var 89% en 75% samdráttur milli mánaða, veltan í ágúst nam til samanburðar 9,3 milljörðum.

Velta í gistiþjónustu nam 432 milljónum kr. í september og dróst saman um 93% frá fyrra ári. Á sama tíma í fyrra nam velta í gistiþjónustu 5,8 milljörðum kr. Þá dróst velta í flokki veitinga saman um 93% og nam alls 203 milljónum.

Í verslun var svipaða sögu að segja, sem kemur lítið á óvart, en alls veltu erlend kort 838 millj. kr. í verslunum á Íslandi. Stærsti einstaki flokkurinn var í dagvöruverslunum, alls 293,5 millj. kr. eða 73% lægra samanborið við fyrra ár.

Velta í fata-, gjafa- og minjagripaverslunum lækkaði um 88% milli ára og nam alls 155 millj. kr. í september síðastliðnum.

Bandarísk kort voru þau kort sem mest veltu, alls um 564 millj. kr., 92% lægra samanborið við sama tíma í fyrra. Bresk kort komu þar á eftir með 355 millj. kr. og þýsk í kjölfarið með 319 millj. kr. Velta á bresku kortunum dróst saman um 88% og þeim þýsku um 79%. Hlutfallslega var mest lækkun á kínverskum kortum alls 98%, nam velta þeirra 13 milljónir kr.


Recent Posts

See All

Mikil verslun á veirutímum

Aukning hefur orðið á innlendri kortaveltu í verslun milli ára í hverjum mánuði frá því í mars síðastliðnum. Í októbermánuði versluðu Íslendingar vörur fyrir 42 milljarða kr. með kortum sínum og jókst

Smásöluvísitalan bergmálar kortaveltu tölur

Smásöluvísitalan hefur verið birt fyrir september mánuð. Líkt og innlendu kortaveltu tölurnar báru með sér, er mikil aukning á veltu milli ára í september. Til að mynda jókst sala á gólfefnum um 35,2%

Shopping Basket

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN!

© 2020 Rannsóknasetur verslunarinnar

Staðsetning:

  Háskólinn á Bifröst,
  311 Borgarbyggð,

  Sími: 533 3530 

  GSM: 868 4341 eða 868 8825