top of page

Kortavelta erlendra ferðamanna ennþá í frosti

Líkt og undanfarna mánuði hefur kortavelta erlendra ferðamanna mátt muna fífil sinn fegurri. Eftir að sóttvarnaraðgerðir á landamærum voru hertar í lok ágústmánaðar, var ljóst að ferðamönnum ætti eftir að fækka hratt aftur eftir aðeins líflegra sumar. Í septembermánuði síðastliðnum nam heildarvelta á erlendum kortum 2,4 milljörðum kr. Samdráttur í veltu milli ára í mánuðinum var 89% en 75% samdráttur milli mánaða, veltan í ágúst nam til samanburðar 9,3 milljörðum.

Velta í gistiþjónustu nam 432 milljónum kr. í september og dróst saman um 93% frá fyrra ári. Á sama tíma í fyrra nam velta í gistiþjónustu 5,8 milljörðum kr. Þá dróst velta í flokki veitinga saman um 93% og nam alls 203 milljónum.

Í verslun var svipaða sögu að segja, sem kemur lítið á óvart, en alls veltu erlend kort 838 millj. kr. í verslunum á Íslandi. Stærsti einstaki flokkurinn var í dagvöruverslunum, alls 293,5 millj. kr. eða 73% lægra samanborið við fyrra ár.

Velta í fata-, gjafa- og minjagripaverslunum lækkaði um 88% milli ára og nam alls 155 millj. kr. í september síðastliðnum.

Bandarísk kort voru þau kort sem mest veltu, alls um 564 millj. kr., 92% lægra samanborið við sama tíma í fyrra. Bresk kort komu þar á eftir með 355 millj. kr. og þýsk í kjölfarið með 319 millj. kr. Velta á bresku kortunum dróst saman um 88% og þeim þýsku um 79%. Hlutfallslega var mest lækkun á kínverskum kortum alls 98%, nam velta þeirra 13 milljónir kr.


66 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page