Kortavelta Íslendinga nemur 91,64 milljörðum króna í nóvember 2023 og hækkar um 5,6% á milli ára. Erlend kortavelta nemur 17,15 milljörðum króna og hækkar um 3,7% á milli ára.
- Netverslun Íslendinga er um 18 milljarðar króna í nóvember og eykst um 15,1% á milli ára.
- Kortavelta í dagvöruverslun nemur 23,2 milljörðum króna í nóvember og hækkar um 17,2% á milli ára.
- Kortavelta í fataverslun nemur 4,07 milljörðum króna í nóvember og hækkar um 8,8% á milli ára.
- Kortavelta í skipulögðum ferðum og ferðaskrifstofum nemur 963,4 milljónir króna og lækkar um 15,6% á milli ára.
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni, www.veltan.is. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
Um gögnin:
Upplýsingar byggðar á kortaveltugögnum frá færsluhirðum, nánar tiltekið Rapyd, Teya, Netgíró og Landsbankanum. Gögnin koma frá færsluhirðum niðurbrotin á verslun og vefverslun.
Gögnin innhalda ekki einkaneyslulán (raðgreiðslur, yfirdráttur o.þ.h).
Tímabilið er almanaksmánuðir (ekki hefðbundið kortatímabil).
Gögnin innhalda bæði debet og kreditkort, einstaklinga og fyrirtækja
Gögnin sýna þróun á breytilegu verðlagi.
Nánar má lesa um kortaveltu RSV í lýsigögnum hér.
Comments