top of page

Verslun stendur í stað á milli ára

Heildar greiðslukortavelta* í október sl. nam tæpum 104 milljörðum kr. og jókst um 10% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.


Greiðslukortavelta innlendra korta í verslun innanlands í október sl. stóð nánast í stað á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Velta jókst þó á milli ára í stórmörkuðum og dagvöruverslunum, verslunum með heimilisbúnað, bóka, blaða og hljómplötuverslunum og tollfráls verslun jókst um rúm 58%. Aðrir flokkar verslunar drógust saman á milli ára. Mynd 1 sýnir ársbreytingu kortaveltu innlendra korta í verslun innanlands og framlag tegunda verslana til breytingarinnar.

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis í október jókst um 38,4% frá fyrra ári miðað við breytilegt verðlag. Veltan í október er að raunvirði svipuð því sem hún var í október 2016.


Á mynd 2 má sjá vísitölu kortaveltu erlendra ferðamanna innanlands sem sýnir þróun veltu greiðslukorta með erlent útgáfuland hérlendis, að raunvirði. Og vísitölu kortaveltu Íslendinga erlendis sem sýnir þróun veltu greiðslukorta sem gefin eru út á Íslandi, erlendis að raunvirði. Kortavelta erlendra ferðamanna innanlands er raunvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Kortavelta Íslendinga erlendis er raunvirt með vísitölu meðalgengis. Líkt myndin sýnir var greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis bæði hærri í október 2017 og 2018. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis í október sl. er að raunvirði 3,3% hærri en hún var í október 2019.

Líkt og vísitala kortaveltu Íslendinga erlendis sýnir hefur kortavelta þeirra erlendis aldrei verið meiri í septembermánuði en hún var í ár. Erlend kortavelta greiðslukorta sem gefin eru út á Íslandi var 35,8% hærri, að raunvirði, í september sl. en hún var í september 2019.


Nánari um greiðslukortaveltu innanlands hér.


Gagnasafn RSV um greiðslukortaveltu innanlands er aðgengilegt á notendavef setursins, Sarpinum. Þann 1. nóvember 2022 urðu breytingar á starfsemi RSV þegar Sarpurinn var formlega tekinn í notkun. Samhliða breytingunni voru tímaraðir gagnasafns RSV um kortaveltu yfirfarnar og eftirfarandi leiðréttingar gerðar afturvirkt:

  • Kortaveltu erlendra ferðamanna hjá fyrirtækjum með MCC kóða tengda flugrekstri, sem áður hafði verið núlluð út, var bætt inn í tímaröðina.

  • Kortavelta í áfengisverslunum fyrir tímabilið maí 2019 - maí 2021 var leiðrétt til samræmis við rétt gagnaskil frá færsluhirðum.

Ofantaldar leiðréttingar höfðu áhrif á heildasummur kortaveltu RSV sem voru einnig uppfærðar til samræmis.


Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

Forstöðumaður RSV

sigrun@rsv.is

S: 533-3530

*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé.

212 views

Comments


bottom of page