Úttekt á netverslunum
Í ljósi aukinnar samkeppni frá erlendum netverslunum bjóðum við hjá RSV nú upp á sérhæfða úttekt á netverslun fyrirtækja.
Markmiðið er einfalt: að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að standa sterkari í stafrænu umhverfi. RSV er óháður aðili og byggir úttektin á rannsóknum RSV á kauphegðun Íslendinga í netverslunum.
Úttektin metur meðal annars:
• Upplifun viðskiptavina (UX)
• Vöruframsetningu og sölunýtingu
• Skilmála og upplýsingagjöf
• Samkeppnisgreiningu
Fyrirtæki fá skýrar tillögur, forgangsröðunarlista og PDF-skýrslu sem sýnir nákvæmlega hvað þarf að laga – og hvað er að virka vel.
Úttektin býðst nú á kynningarverði frá 99.900 kr (almennt verð 129.900) fyrir litlar og meðalstórar netverslanir og frá 149.900 (almennt verð 189.900) fyrir stærri netverslanir.
Fyrirtæki geta jafnframt bætt við viðbótarpakka þar sem RSV framkvæmir raunveruleg kaup og prófar afhendingar- og skilaferli.
Til að panta úttekt eða fá frekari upplýsingar má senda póst á rsv@rsv.is
Könnun um netverslun
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hefur sett af stað könnun um notkun netverslana.
Könnunin er einföld og stutt í framkvæmd ásamt því sem ekki er hægt að rekja svör til einstakra svarenda.
Tilgangur könnunarinnar er að kanna notkun Íslendinga á innlendum og erlendum netverslunum og að bera niðurstöður saman við rannsóknir frá 2018, 2021, 2022 og 2024.

