top of page

Gert ráð fyrir að verð á hrávörumarkaði lækki 2025

Alþjóðabankinn hefur gefið út spár fyrir 2025 og 2026 þar sem gert er ráð fyrir verðlækkunum á hrávörumarkaði, 5% lækkun á komandi ári og 2% lækkun árið 2026.


Olíuverð er líklegt til að leiða þessa þróun, en verð á jarðgasi gæti hækkað og búist er við stöðugu verði á málmum og landbúnaðarhráefnum.Áhætta er á að aukin spenna í Miðausturlöndum geti hækkað orkuverð til skemmri tíma, sem hefði áhrif á aðrar hrávörur. Hins vegar eru til lengri tíma litið merki um verulega hættu á verðlækkun á olíu.

Á sama tíma eru bæði jákvæð og neikvæð teikn á lofti í eftirspurn eftir iðnaðarhráefnum í tengslum við efnahagslegan vöxt. Öflugur hagvöxtur í Bandaríkjunum og stuðningsaðgerðir í Kína gætu leitt til hærra hrávöruverðs, á meðan hægari efnahagsvöxturá heimsvísu gæti haldið aftur af verðum.


Alþjóðabankinn gefur út Commodity Markets Outlook tvisvar á ári, í apríl og október. Skýrslan inniheldur greiningu á helstu hrávörum, svo sem orku, málmum, landbúnaði, verðmætum málmum og áburði. Hún inniheldur verðspár fyrir 46 flokka hrávara ásamt sögulegum verðgögnum. Skýrslan er aðgengileg hér.


Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) gefur út mánaðarlega hrávöruverðsvísitölu á völdum flokkum sem notendur áskriftarvefs RSV, Veltunnar hafa aðgengi að.



28 views
bottom of page