top of page
Search

Erlend netverslun eykst enn

RSV birtir mánaðarlega tölur um umfang erlendrar netverslunar Íslendinga og hafa tölur febrúarmánaðar nú verið birtar.

Í janúar fjölluðum við um miklar árstíðasveiflur í umfangi erlendu netverslunarinnar sem heldur sífellt áfram að aukast.

Aukning febrúarmánaðar m.v. febrúar 2024 nam um 27%. Erlend netverslun í febrúar 2025 nam rúmum 2,5 milljörðum sbr. við tæpa 2 milljarða árið 2024.

Gögnin má nálgast á áskriftarvef RSV, veltan.is þar sem einnig má skoða niðurbrot niður á ákveðna vöruflokka og upprunalönd.





Ný skýrsla um þróun netverslunar

RSV býður fyrirtækjum upp á ítargreiningar á þróun verslunar og þjónustu á Íslandi. 

RSV hefur nú sett saman skýrslu sem inniheldur m.a. töluleg gögn um þróun íslenskrar verslunar, íslenskrar netverslunar og erlendrar netverslunar ásamt spálíkönum um þróun fram til ársins 2030. Skýrslan inniheldur einnig ítarlegri upplýsingar um erlenda netverslun, upprunalönd og tollflokka frá stærstu innflutningslöndum.

Í lokin fylgja svo helstu niðurstöður úr rannsóknum á notkun Íslendinga á netverslunum, í hvaða tilgangi þær eru nýttar og hvort Íslendingar nýti íslenskar verslanir sem mátunarklefa og hvernig þeir vilja helst fá vörur afhentar úr netverslunum.

Frekari upplýsingar um þessa nýju skýrslu, verð og áskriftarleiðir má fá á rsv@rsv.is 

 
 
bottom of page