top of page

Landsmenn duglegir að strauja greiðslukortin í janúar

Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í janúar sl. nam rúmum 93,7 milljörðum kr. og jókst um 30,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.


Kortavelta landsmanna hérlendis í janúar 19,3% meiri en í fyrra

Heildar greiðslukortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 77 milljörðum kr. í janúar sl. og jókst um tæp 19,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 41 milljarði kr., jókst um tæp 8,8% á milli ára, en innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 36 milljörðum kr., jókst um 34% á milli ára.


Ljóst er að landsmenn voru duglegir að strauja kort sín hér innanlands við upphaf ársins. Líkt og fyrr segir var ársbreyting greiðslukortaveltu innlendra korta hérlendis í janúar sl. 19,3% miðað við breytilegt verðlag. Framlag veltu í verslun til ársbreytingarinnar var 5,1% á meðan framlag veltu sem fór í þjónustutengda útgjaldaliði var 14,2%. Framlag þjónustutengdra útgjaldaliða var mest í veltu með veitingar (2,8%) og eldsneyti (2,8%). En einnig vó framlag veltu í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi þungt (2,5%).


Meðfylgjandi mynd sýnir framlag útgjaldaliða til ársbreytingar greiðslukortaveltu innlendra korta hérlendis í janúar sl.


Áfram uppgangur í veltu erlendra ferðamanna

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 16,7 milljörðum kr. í janúar sl. Veltan jókst um rúm 4% á milli mánaða og um 126,9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var rúm 17,8 % í janúar sl. en sama hlutfall var rúm 20,3% í janúar 2019. Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir rúmlega 30% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í janúar sl. Bretar komu næstir með 18,9% og svo Þjóðverjar með 5,4%.


Mánaðarlega samantekt RSV um kortaveltu í janúar má nálgast hér.


Nánari um greiðslukortaveltu innanlands og aðra tölfræði RSV hér.

Nánari útskýringar um kortaveltu RSV má nálgast í lýsigögnum kortaveltu.


Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

Forstöðumaður RSV

S: 533-3530


*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta og opinber gjöld. Úttektir innlendra greiðslukorta á reiðufé eru ekki með í heildar greiðslukortaveltu.

234 views

Comentarios


bottom of page