top of page

Kröftug einkaneysla í jólamánuðinum

Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í desember sl. nam rúmum 115,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 16,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortaveltu í desember sl. hefur verið bætt við tímaröð kortaveltu RSV á Sarpi


Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 99,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 10,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 16,1 milljarði kr. og jókst um 77,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.


Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í desember sl. var 7% en framlag innlendra korta 9,2%.

Desember er jafnan mesti neyslumánuður ársins. Engin breyting varð á því á sl. ári. Greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis er jafnan um 22% meiri í desembermánuði en aðra mánuði ársins. Í desember sl. var veltan 25,4% meiri en hún var að meðaltali aðra mánuði ársins. Verðhækkanir á árinu hafa þar áhrif en þegar leiðrétt er fyrir verðlagi má enn greina kröftuga einkaneyslu í jólamánuðinum þetta árið.


Greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis jókst um 2,4% að raunvirði á milli ára í desember sl.

Við vekjum athygli á að frá síðustu birtungu kortaveltu RSV hafa verði gerðar breytingar á samsetningu heildar greiðslukortaveltu. Nánari útskýringar um breytinguna má nálgast hér og í lýsigögnum kortaveltu.


Mánaðarlega samantekt RSV um kortaveltu í desember má nálgast hér.

Nánari um greiðslukortaveltu innanlands og aðra tölfræði RSV hér.


Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

Forstöðumaður RSV

sigrun@rsv.is

S: 533-3530


*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta og opinber gjöld. Úttektir innlendra greiðslukorta á reiðufé eru ekki með í heildar greiðslukortaveltu.

253 views

Comments


bottom of page