top of page

Ný heimasíða RSV!

Við bjóðum ykkur velkomin á nýja heimasíðu Rannsóknaseturs verslunarinnar!


Nú um mánaðarmótin urðu tímamót hjá RSV þegar ný heimasíða fór í loftið. Nýja heimasíðan markar upphafið að breytingum sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið en á næstu vikum fer einnig í loftið nýr innri vefur RSV, sem ber nafnið Sarpur.


Töluverð breyting verður á starfsemi setursins í kjölfarið þar sem aðild að gögnum og greiningum verður seld í áskrift að lokuðu svæði á Sarpi, auk þess sem aukinn áhersla er nú lögð á sérsniðna þjónustu við viðskiptavini. Breytingin er liður í að auka sjálfbærni setursins en stefnt er að sjálfbærum rekstri innan tveggja ára.


Fyrst um sinn verður heimasíðan í þróun. Við höfum mikinn metnað til að gera betur og hvetjum ykkur því til að hafa samband á rsv@rsv.is með ábendingar um það sem þið teljið að betur mætti fara á nýju heimasíðunni.

83 views

Commentaires


bottom of page